Hversu mikið fjármagn er hægt að sækja um? Sú upphæð sem þátttakandi getur sótt um og fengið greidda er mismunandi eftir tegund verkefna, og verkefnaþáttum. Þættir sem snúa að fjármögnun - Tegund verkefna, tegund starfsemi, tegund þátttakenda. Í Horizon 2020 og FP7 eru mismunandi tegundir verkefna, sem eru fjármögnuð á mismunandi hátt. Mikilvægt er að kynna sér fjármögnunarleiðir undiráætlana og hámörk áður en umsókn er skrifuð. Fjárhagsáætlun er það sem skilgreinir innihald og stærð verkefna. Upplýsingar um fjármögnunarleiðir er að finna í vinnuáætlunum og leiðbeiningum fyrir þátttakendur sem má nálgast á þátttakendagáttinni fyrir hverja auglýsingu eftir umsóknum. Þátttakendur frá ríkjum utan ESB og þeim sem að tengjast áætlununum beint geta fengið greiddan kostnað að uppfylltum ákveðnum skilyrðum. Það er þó misjafnt eftir undiráætlunum, og yfirleitt fá þróuð ríki ekki greitt. Mikilvægt er að verkefnið sé unnið innan ESB eða í þeim löndum sem að tengjast áætluninni. Tegund kostnaðar - Styrkhæfur kostnaður Sjá einnig fjármálaleiðbeiningar fyrir FP7 og Horizon 2020. Til að teljast styrktækur verður kostnaður að vera raunverulegur stofnað til hans af styrkþega stofnað til hans á samningstíma verkefnis (undantekningar frá því er kostnaður tengdur gerð lokaskýrslu og vottorð frá endurskoðanda um fjármálaskýrslur) tekinn fram í áætlaðri fjárhagsáætlun verkefnis Eftirfarandi kostnaður er óstyrkhæfur virðisaukaskattur er óstyrkhæfur í FP7 gengistap vaxtagjöld Kostnaður vegna ytri þátta (þriðju aðilar eða undirverktakar) er styrkhæfur í vissum kringumstæðum. Hvað er beinn kostnaður - direct cost? Beinn kostnaður er allur styrkhæfur kostnaður sem hægt er að rekja beint til verkefnisins, og er merktur sem slíkur af styrkþega samkvæmt bókhaldsreglum og innri reglum. Dæmigerður beinn kostnaður er launakostnaður ferðakostnaður tæki og búnaður keyptur sérstaklega fyrir verkefni útvistun Fastur kostnaður - indirect costs/overhead Fastur kostnaður er styrkhæfur kostnaður sem ekki er hægt að reikna beint út á verkefni, en kemur til í beinu sambandi við verkefni, t.d. húsaleiga, skrifstofukostnaður, hiti, rafmagn, o.s.frv. Í FP7 verkefnum eru notaðar mismunandi aðferðir við að reikna út fastan kostnað. HÍ reiknar 60% af beinum kostnaði verkefnis. Í Horizon 2020 er fastur kostnaður 25% af beinum kostnaði. Munurinn á milli áætlana felst í því að í FP7 var aðeins 75% endurgreiðsla rannsóknakostnaðar, en í Horizon 2020 er endurgreiðslan 100%. Nánari leiðbeiningar við gerð fjárhagsáætlana veitir Vísinda- og nýsköpunarsvið sem hefur útbúið viðmiðunartölur sem notast má við þegar umsóknir eru skrifaðar. facebooklinkedintwitter