Aurora-háskólanetið | Háskóli Íslands Skip to main content

Aurora-háskólanetið

Aurora-háskólanetið - á vefsíðu Háskóla Íslands

Aurora er samstarfsnet níu evrópskra háskóla sem eiga það sameiginlegt að vera alhliða rannsóknaháskólar, með háan áhrifastuðul rannsókna (e. impact) samhliða því að leggja ríka áherslu á samfélagslega ábyrgð og fjölbreyttan nemendahóp. Aurora-háskólanetið fléttar heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna í allt starf sitt og leggur áherslu á virka þáttöku nemenda.
Aurora háskólanetið var stofnað árið 2016. Jón Atli Benediktsson rektor hefur setið í stjórn þess frá árinu 2017 og var kjörinn forseti Aurora háskólanetsins í nóvember 2020.

Háskólarnir í Aurora-netinu eru auk Háskóla Íslands, Vrije-háskólinn í Amsterdam (Hollandi), East Anglia háskóli (Englandi), Háskólinn í Duisburg-Essen (Þýskalandi), Háskólinn í Innsbruck (Austurríki), Háskólinn í Napolí – Federico II (Ítalíu), Roviri i Virgili háskólinn (Spáni), Háskólinn í Aberdeen (Skotlandi) og Háskólinn í Grenoble-Alpes (Frakklandi).

Aurora Alliance

Aurora-samstarfið var útvíkkað með þátttöku Copenhagen Business School (Danmörku) og Palacký-háskólans (Tékklandi) og sótti undir merkjum Aurora Alliance eða Aurora-bandalagsins um styrk til Evrópusambandsins í European Universities áætlunina.

Aurora Alliance var valið eitt af European Universities Alliances eða evrópsku háskólanetunum á síðasta ári og hlaut styrk upp á sjö milljónir evra (ríflega 1,1 milljarð kr.) til næstu þriggja ára. Starfi Aurora Alliance var ýtt úr vör í nóvember 2020. Nýverið hlaut svo Aurora-bandalagið tveggja milljóna evra styrk, jafnvirði rúmlega 300 milljóna króna, frá Horizon 2020 - Science with and for Society (SwafS) áætluninni til að styðja við rannsóknir og nýsköpun innan bandalagsins.

Verkefnisstjóri Aurora Alliance: Harpa Sif Arnarsdóttir (AuroraAlliance@hi.is / hsa@hi.is)

European Universities áætluninni er ætlað að styrkja evrópskt háskólakerfi í harðri samkeppni við háskóla annars staðar í heiminum. Megináhersla Evrópusambandsins í háskóla- og vísindamálum er á European University Alliances en með samvinnu háskóla undir merkjum European Universities er stefnt að grundvallarbreytingum á því hvernig háskólar álfunnar vinna saman. Það er einstakt tækifæri fyrir Háskóla Íslands að taka þátt í þessu verkefni með Aurora-bandalaginu.

Áherslur Aurora Alliance eru á sviði samfélagslegrar nýsköpunar með áherslu á menntun og þjálfun nemenda til að gera þeim betur kleift að takast á við áskoranir samtímans.

Í upphafi verður áhersla á fjögur meginsvið (e. domain):

  • Sjálfbærni og loftslagsbreytingar (e. Sustainability & Climate Change)
  • Stafrænt samfélag og alþjóðleg borgaravitund (e. Digital Society & Global Citizenship)
  • Heilsa og vellíðan (e. Health & Well-being)
  • Menning: Margbreytileiki og sjálfsmynd (e. Culture: Diversity & identity)

 

Tengiliðir Háskóla Íslands við Aurora-háskólanetið og við Aurora Alliance eru: 
Friðrika Harðardóttir, sviðsstjóri Alþjóðasviðs (fridrika@hi.is), og
Halldór Jónsson, sviðsstjóri Vísinda- og nýsköpunarsviðs (dorij@hi.is).
Emily Reise, alþjóðafulltrúi Stúdentaráðs Háskóla Íslands, er fulltrúi nemenda (internationalcommittee@hi.is).

Lesa um háskólana

Tenglar

Þarfnast þessi síða lagfæringar?

Þarfnast þessi síða lagfæringar?

CAPTCHA
Sía fyrir ruslpóst
Image CAPTCHA
Skrifaðu stafina sem sjást á myndinni.