Akademísk störf | Háskóli Íslands Skip to main content

Akademísk störf

Um er að ræða störf lektora, dósenta, prófessora, sérfræðinga, fræðimanna og vísindamanna.

Umsóknir skulu merktar málsnúmeri starfs (kemur fram í auglýsingu) og sendar á rafrænu formi til Baldvins Zarioh, bmz@hi.is. Þau gögn sem ekki er hægt að senda inn á rafrænu formi, t.d. bækur, skulu send í tvíriti til:

Háskóli Íslands, vísindasvið
bt. Baldvins Zarioh
Sæmundargötu 2
102 Reykjavík.

Í þeim tilfellum þegar ekki er unnt að útvega pappírsgögn í tvíriti, t.d. bækur, má senda eitt eintak.

Í auglýsingum er beðið um ýmis gögn með umsókn og getur verið misjafnt á milli starfa um hvað er beðið. Þó er alla jafna beðið um eftirfarandi gögn:

  1. Náms- og starfsferilsskrá (ítarleg og tæmandi eins og hægt er).
  2. Rita- og erindaskrá (ítarleg og tæmandi eins og hægt er).
  3. Greinargerð um vísindastörf og önnur störf ásamt greinargerð um áform ef til ráðningar kemur.
  4. Vottorð um námsferil og störf svo sem prófskírteini og einkunnarspjöld og vottorð frá yfirmanni á fyrri vinnustað.
  5. Í umsókn þarf að tilgreina helstu ritverk, allt að átta talsins. Einungis þessi ritverk skulu send með umsókn eða tilvísun til þeirra, ef þau eru að finna á rafrænu formi. Ef um fjölhöfundaverk er að ræða, skal umsækjandi gera grein fyrir framlagi sínu til verksins.
  6. Umsagnir um kennslu og stjórnunarstörf. Þær eru yfirleitt í formi meðmælabréfa. Æskilegt er að umsagnaraðilar sendi umsagnir sínar i tölvupósti beint til bmz@hi.is.

Ráðningarferill

  1. Þegar umsóknarfrestur rennur út er móttaka umsóknar staðfest með tölvupósti og er þriggja manna dómnefnd skipuð til að meta hvort umsækjendur uppfylli lágmarksskilyrði til að gegna viðkomandi starfi.
  2. Dómnefnd hefur 30 daga til að ljúka við gerð álits. Þegar dómnefnd hefur skilað inn álitsgerð, fá umsækjendur hana til umsagnar og hafa tvær vikur til að gera athugasemdir.
  3. Að loknum tveggja vikna athugasemdafresti umsækjanda er málið sent áfram til valnefndar. Valnefnd gerir tillögu til forseta fræðasviðs um hvern skuli ráða og hefur til þess 30 daga.
  4. Þegar ákvörðun hefur verið tekin um hverjum skuli bjóða starfið er viðkomandi boðið starfið. Þegar umsækjandi hefur þegið starfið, er öðrum umsækjendum tilkynnt um það. Að þessu loknu er birt efni sem borist hefur á pappírsformi endursent umsækjendum. Athugið að óbirt efni, s.s. ritaskrár, prófskírteini, drög að greinum er ekki endursent.

Vakin er athygli á því að dómnefndum og valnefndum er ekki heimilt að gera lægri kröfur til starfsins en kveðið er á um í lögum, reglum og auglýsingu. Sem dæmi má nefna að ef gerð er krafa um doktorspróf í auglýsingu, er ekki hægt að ráða þann í starfið, sem ekki hefur doktorspróf.

Gildandi reglur

Þarfnast þessi síða lagfæringar?

Þarfnast þessi síða lagfæringar?

CAPTCHA
Sía fyrir ruslpóst
Image CAPTCHA
Skrifaðu stafina sem sjást á myndinni.