Viðskiptafræði - Reikningshald | Háskóli Íslands Skip to main content

Viðskiptafræði - Reikningshald

Meðal sérgreina eru námskeið í ársreikningagerð, lögfræði, reikningshaldi, reikningsskilum og skattskilum.
Markmið náms í viðskiptafræði með áherslu á reikningshald er þríþætt. Í fyrsta lagi að nemendur hafi haldgóða þekkingu á reikningshaldi og reikningsskilum félaga. Í öðru lagi að nemendur hafi haldgóða þekkingu á fræðilegum hugtökum og beitingu þeirra, hafi þekkingu á lagaumhverfi reikningshaldsins, og kunni skil á gildandi reglum um skattlagningu hlutafélaga og í þriðja lagi að búa nemendur undir framhaldsnám í reikningshaldi.

BS nám í viðskiptafræði er þriggja ára 180 eininga nám og lýkur með lokaritgerð.

Að loknu námi eiga nemendur að vera færir um að:
Starfa við bókhald í flestum tegundum fyrirtækja og stofnana.
Taka þátt í bókhaldsuppgjöri og gerð ársreiknings.
Gera ýmis konar fjárhags- og rekstrargreiningar á upplýsingum úr bókhaldi og miðla niðurstöðunum til þeirra er á þeim þurfa að halda.
Taka þátt í gerð fjárhagsáætlunar hjá flestum gerðum fyrirtækja og eftirliti með framkvæmd hennar.

Umsjón með náminu hefur Jón Arnar Baldurs, aðjúnkt (jonarn@hi.is)

Hafðu samband

Þarfnast þessi síða lagfæringar?

Þarfnast þessi síða lagfæringar?

CAPTCHA
Sía fyrir ruslpóst
Image CAPTCHA
Skrifaðu stafina sem sjást á myndinni.