Á vegum meistaranámsins eru haldnar ráðstefnur einu sinni til tvisvar á ári um það sem efst er á baugi í faginu. Erindin eru fjölbreytt, en einnig er fjallað um klassísk efni auk þess sem fyrirlesarar eru bæði fólk úr atvinnulífinu og kennarar við Háskóla Íslands. Eftirfarandi ráðstefnur hafa verið haldnar 2018 Kostnaðar- og fjárhagsáætlanir hins opinbera Ráðstefna um reikningsskil og endurskoðun Á vegum meistaranáms í reikningsskilum og endurskoðun Kostnaðar- og fjárhagsáætlanir hins opinbera Dagsetning: 23. nóvember, 2018, kl. 13:30 til 17:00, Staðsetning: Lögberg 13:30-13:40 Dr. Ingi Rúnar Eðvarðsson, deildarforseti, setur ráðstefnuna. 13:40-14:10 Eftirfylgni, hvað er til ráða? Einar Guðbjartsson dósent við Viðskiptafræðideild og forstöðumaður meistaranáms í reikningsskilum og endurskoðun ræðir um áætlanir, gerð og eftirfylgni 14:10-14:40 Góðir stjórnarhættir Eyþór Ívar Jónsson lektor við CBS ræðir um samspil áætlana og góðra stjórnarhátta 14:40-15:00 Veittar verða þrjár viðurkenningar fyrir frábæran námsárangur við útskrift á árinu 2018. Viðurkenningarnar eru veittar á vegum Viðskiptafræðideildar og Félags löggiltra endurskoðenda. 15:00-15:30 Kaffi 15:30-16:00 Stjórnsýsluendurskoðun Bjarni Frímann Karlsson lektor við Viðskiptafræðideild ræðir um áætlanir og stjórnsýsluendurskoðun 16:00-16:30 Lög og reglur Trausti Fannar Valsson dósent við Lagadeild ræðir um samspil áætlana og laga 16:30-17:00 Pallborðsumræður og ráðstefnuslit 2017 Nýir reikningsskilastaðlar og menntun…. Ráðstefna um reikningsskil og endurskoðun í tilefni þess að liðin eru 10 ár síðan Viðskiptafræðideild Háskóla Íslands hóf kennslu í meistaranámi í reikningsskilum og endurskoðun. Dagskrá hefst kl.13:30 og lýkur kl.17:00. Staðsetning: Oddi 101. 13:30:13:40 Dr. Ingi Eðvarðsson, deildarforseti setur ráðstefnuna. 13:40-14:10 Nýir reikningsskilastaðlar og glögg mynd. Einar Guðbjartsson, dósent og forstöðumaður meistaranáms í reikningsskilum og endurskoðun. 14:10-14:40 IFRS 16. Lease – leigusamningar. Ragnar Sigurmundsson, lögg. esk., Grant Thornton. Ræðir um breytingar sem verða við innleiðingu á IFRS 16. 14:40-15:00 Veittar verða þrjár viðurkenningar fyrir frábæran námsárangur við útskrift á árinu 2017. Viðurkenningarnar eru veittar á vegum Viðskiptafræðideildar og Félags löggiltra endurskoðenda. Yfirlit um 10 ára sögu M.Acc námsins. 15:00-15:30 Kaffi og meðlæti. 15:30-16:00 FLE, endurskoðendur, menntun og samfélagið. Bryndís Guðjónsdóttir, lögg. esk., varaformaður FLE. 16:00-16:30 M.Acc námið og endurskoðandi. Björn Óli Guðmundsson, lögg. esk., Enor. Að vera nemandi í endurskoðun og löggiltur endurskoðandi. 16:30-17:00 Pallborðsumræður og ráðstefnuslit. 2016 Ríkisútgjöld, fé án hirðis eða hvað! Ráðstefnan var haldin 30. nóvember, 2016Dagskrá ráðstefnunnar 2015 Fjárhagsendurskoðun og rekstrarumhverfi Ráðstefnan var haldin 27. nóvember, 2015 14:00-14:10 Dr. Runólfur S. Steinþórsson, deildarforseti, setur ráðstefnuna 14:10-14:30 Fjárhagsendurskoðun og IAS 315 og 214 Einar Guðbjartsson, dósent, forstöðumaður meistaranáms í reikningsskilum og endurskoðun ræðir um fjárhagsendurskoðun og rekstrarumhverfi einingar sem og þekkingu á viðkomandi rekstri m.t.t. IAS 315 og 240. 14:30-14:50 Alþjóðlegt samstarf OECD gegn spillingu Sveinn Helgason, sérfræðingur hjá Innanríkisráðuneytinu ræðir um samstarf innan OECD gegn mútum í alþjóðlegi viðskiptalífi og skuldbindingar Íslands á því sviði. 14:50-15:00 Veittar verða þrjár viðurkenningar fyrir frábæran námsárangur við útskrift 2015, við meistaranám í Reikningsskilum og endurskoðun. Viðurkenningarnar eru veittar á vegum Viðskiptafræðideildar og Félags löggiltra endurskoðenda. 15:00-15:20 Kaffi. 15:20-15:40 Útgreiðsla arðs og ný ársreikningslöggjöf Bjarni F. Karlsson, lektor, Viðskiptafræðideild ræðir um hvaða áhrif fyrirliggjandi frumvarpsdrög um breytingar á ársreikningslögum koma til með að hafa á útgreiðslu arðs í hlutafélögum. Í því sambandi hver sé besta framsetningin á eigin fé. 15:40-16:00 Upplýsingaskylda endurskoðenda fjármálafyrirtækja Arnaldur Hjartarson, sérfræðingur við Lagastofnun Háskóla Íslands ræðir um upplýsingaskyldu og lagalega ábyrgð endurskoðenda á grundvelli laga nr. 161/2002 um fjármálafyrirtæki. 16:05-16:30 Pallborðsumræður og ráðstefnuslit 2014 Breytileiki í umhverfi reikningsskila og endurskoðunar Ráðstefnan var haldin 28. nóvember, 2014 Dagskrá: 14:00-14:10 Dr. Runólfur S. Steinþórsson, deildarforseti, setur ráðstefnuna. 14:10-14:30 IFRS 13 – Fair Value Measurement Einar Guðbjartsson, dósent, forstöðumaður meistaranáms í reikningsskilum og endurskoðun ræðir helstu efnislegu breytingarnar í IFRS 13 sem tók gildi 1. janúar 2013. 14:30-14:50 Endurskoðun laga um ársreikninga Bjarni F. Karlsson, lektor og forstöðumaður reikningshalds í BS námi, ræðir endurskoðun á lögum um ársreikninga í ljósi nýrrar reglugerðar Evrópusambandsins. 14:50-15:00 Veittar verða þrjár viðurkenningar fyrir frábæran námsárangur við útskrift árið 2014 úr meistaranámi í Reikningsskilum og endurskoðun. Viðurkenningarnar eru veittar á vegum Viðskiptafræðideildar og Félags löggiltra endurskoðenda. 15:00-15:20 Kaffi 15:20-15:40 Endurskoðunarstéttin og fræðasamfélagið Sturla Jónsson, formaður FLE, ræðir um störf endurskoðanda, Félag löggiltra endurskoðenda og tengingu þess við háskóla- og fræðasamfélagið. Nýtt fyrirkomulag vegna styrkja til rannsókna í reikningsskilum og endurskoðun verður kynnt. 15:40-16:00 Gangvirði og núvirði – hvað þarf að varast Hersir Sigurgeirsson, dósent og forstöðumaður meistaranáms í fjármálum fyrirtækja, fer yfir dæmi um kostnaðarsöm mistök við núvirðisútreikninga. 16:05-16:30 Pallborðsumræður og ráðstefnuslit 2013 Reikningsskil í dag og í framtíðinni -Gagnsæi og traust Ráðstefnan var haldin 29. nóvember, 2013 Ráðstefnustjóri er Ingjaldur Hannibalsson, forseti Viðskiptafræðideildar. 14:00-14:10 Dr. Ingjaldur Hannibalsson, deildarforseti, setur ráðstefnuna. 14:10-14:30 IFRS – gagnsæi og traust á fjárhagsupplýsingum Einar Guðbjartsson, dósent, Viðskiptafræðideild og forstöðumaður meistaranáms í reikningsskilum og endurskoðun. IFRS og einingar tengdar almannahagsmunum 14:30-14:50 IFRS – eftirlit ársreikningsskrár með IFRS reikningsskilum Halldór Pálsson, M.Sc., Ríkisskattstjóri. Áherslur í eftirliti með IFRS og samstarf ríkja á Evrópska efnahagssvæðinu 14:50-15:00 Þrjár viðurkenningar afhentar fyrir frábæran námsárangur í meistaranámi í reikningsskilum og endurskoðun, útskriftarárið 2013, á vegum Viðskiptafræðideildar og Félags löggiltra endurskoðenda. 15:00-15:20 Kaffihlé 15:20-15:40 Reikningsskil og fjármálastofnanir Ásgeir B. Torfason, aðjúnkt, Viðskiptafræðideild. Hvernig er sjóðstreymi fjármálastofnana? 15:40-16:00 Gagnsæi og kaupaukakerfi Guðrún Johnsen, lektor, Viðskiptafræðideild. Er til gagnsætt kaupaukakerfi? 16:05-16:30 Pallborðsumræður og ráðstefnuslit 2011 Reikningsskil, skattlagning og skilvirkni Ráðstefnan var haldin 25. nóvember, 2011 Ráðstefnustjóri; Dr. Ingjaldur Hannibalsson 14:00-14:10 Dr. Ingjaldur Hannibalsson, deildarforseti, setur ráðstefnuna. 14:10-14:40 Breyting á framsetningu reikningsskila – IASB og FASB Einar Guðbjartsson, dósent, Viðskiptafræðideild og forstöðumaður meistaranáms í reikningsskilum og endurskoðun heldur erindi um fyrirhugaða breytingu á framsetningu reikningsskila vegna sameiningu reikningsskilastaðlanna IFRS og US-GAAP (FASB) 14:40-15:10 Árangursmælingar skilamata Eðvald Möller, aðjunkt, Viðskiptafræðideild heldur erindi um uppgjör vegna framkvæmda hjá stofnunum og sveitarfélögum þar sem spurningin er skilvirkni. 15:10-15:25 Kaffi 15:25-15:55 Um tvísköttun einstaklinga og EES samninginn Ásmundur G. Vilhjálmsson, aðjunkt, Viðskiptafræðideild heldur erindi um tvísköttun einstaklinga vegna vinnu eða flutnings í tveimur löndum innan EES. 15:55-16:25 Mikilvægi straumlínustjórnunar Eðvald Möller, aðjunkt, Viðskiptafræðideild heldur erindi um kostnað við að hafa óskilvirka vörubirgðastjórnun. 16:15-16:45 Pallborðsumræður og ráðstefnuslit 2010 Reikningsskil, endurskoðun og samfélagið Dagsetning: 19. nóvember, 2010, kl. 13:00 til 16:00 13:30-13:50 Reikningsskil, endurskoðun og samfélagið Frummælandi Einar Guðbjartsson, dósent við viðskiptafræðideild og forstöðumaður meistaranáms í reikningsskilum og endurskoðun 13:55-14:15 Morguninn eftir Ponzi Erindi Gylfi Magnússon, dósent við viðskiptafræðideild og fyrrverandi ráðherra 14:15-14:30 Kaffi 14:35-14:55 Niðurfelling skulda – tekjur eða kostnaður? Erindi Ásmundur G. Vilhjálmsson, aðjúnkt við Viðskiptafræðideild og kennari í skattskilum 15:00-15:20 Hókus-pókus hagnaður Erindi Bjarni Frímann Karlsson, lektor við Viðskiptafræðideild og forstöðumaður BS náms í reikningsskilum. 15:25-15:55 Pallborðsumræður og ráðstefnuslit 2010 Fjármagnsmarkaður, markaðsvirði og eftirlit Dagsetning: 15. júní, 2010, kl. 13:00 til 16:00 Staðsetning: Oddi, stofa O-101 Ráðstefnustjóri; Dr. Ingjaldur Hannibalsson Ráðstefna um reikningsskil og endurskoðun var fyrst kynnt vorið 2009 á vegum Meistaranáms í reikningsskilum og endurskoðun (Master in accounting and auditing). Tvær ráðstefnunnar voru haldnar árið 2009 og var aðsókn mjög góð. Ráðstefnurnar verða einnig tvær 2010, sú fyrri þriðjudaginn 15. júní og sú síðari í október. Viðfangsefni ráðstefnunnar nú verða meðal annars „eftirlit á fjármagnsmarkaði“, „endurskoðun og fákeppni“ og „markaðsvirði/gangvirði í reikningsskilum“ (fair value og mark-to-market). Fjallað verður um eftirlit á fjármagnsmarkaði, t.d. með lánastofnunum/bönkum. Hér vaknar spurningin hvort lánastarfsemi getur þrifist án sérstaks eftirlits og af hverju? Í hvaða formi á eftirlit að vera, t.d. með skýrslugjöfum eða einhverju öðru formi. Traust og siðferði eru hugtök sem ekki er hægt að komast hjá að ræða þegar fjármálakerfið er annars vega. Að færa fjármálagerninga og aðrar eignir á markaðsvirði eða gangvirði í efnahagsreikning, hækkun eða lækkun, hafa vakið mikið umtal vegna undirliggjandi þátta við matið, sem tengist hugtakinu „hagsveiflu-fylgni“ (pro-cyclical). Þó nokkur gagnrýni hefur komið fram á þessa reikningsskilaaðferð og sumir telja hana eiga þátt í fjármálakreppunni sem byrjaði á haustmánuðum 2008. Bæði þessi efni eftirlit og markaðsvirði/gangvirði tengjast beint og óbeint reikningsskilum og endurskoðun. En hvernig er endurskoðun háttað, er um fákeppni þar að ræða með „the big four“-stofunum? Markmið með ráðstefnunum er að fram fari opin og fagleg umfjöllun um málefni er snerta reikningsskil fyrirtækja og endurskoðun þeirra. Ásamt akademískum starfsmönnum HÍ eru fengnir aðilar víðs vegar úr atvinnulífinu til að hafa faglega og opna umræðu um reikningsskil og endurskoðun líðandi tíma. Með þessu er Viðskiptafræðideild Háskóla Íslands að taka ákveðna forystu í umfjöllun um þetta fræðasvið sem hingað til hefur ekki mikið farið fyrir. Sem fyrr segir veður fyrri ráðstefnan þriðjudaginn 15. júní 2010. 13.00 Ráðstefnan sett, Einar Guðbjartsson, dósent og forstöðumaður meistaranáms í reikningsskilum og endurskoðun 13:20-13:25 Fundarstjóri tekur við ráðstefnunni, Dr. Ingjaldur Hannibalsson, forseti viðskiptafræðideildar HÍ. 13:25-13:50 Markaðsvirði/gangvirði í reikningsskilum, Frummælandi Einar Guðbjartsson, dósent. 13:50-14:15 Fjármálafyrirtæki og hagrænn stöðugleiki Frummælandi Sigurður Ingólfsson, hagfræðingur, Áhættustýring ehf. 14:15-14:30 Kaffihlé 14:30-14:55 Eftirlit og endurskoðendur – eftirlit í framtíðinni? Frummælandi Kristján Ólafur Jóhannesson, viðskiptafræðingur, FME. 14:55-15:20 Ríkir fákeppni í endurskoðun Frummælandi Bjarni Frímann Karlsson, lektor. 15:20-16:00 Panelumræður með frummælendum. 2009 Óvissutímar - er breytinga að vænta? 2009 Reikningsskil og endurskoðun á óvissutímum Dagsetning og staður: 13. mars 2009, kl. 13:00 til 16:00 í Odda stofu 101 Reikningsskil og endurskoðun reikningsskila hafa verið mjög mikið í umræðunni vegna þeirra efnahagsþrenginga sem heimsbyggðin hefur mátt þola. Reikningsskilum á hverjum tíma er ætlað að sýna glögga mynd (e. True and fair view) af rekstri og efnahag reikningsskilaeiningarinnar. Í þessu samhengi er rekstrarhæfi (e. Going concern) eitt af lykilhugtökunum ásamt mati á óefnislegum eignum, s.s. viðskiptavild (e. Goodwill). Endurskoðunarnefndir (e. Audit committee) koma til með að gegna mjög mikilvægu hlutverki á komandi tímum hvað varðar samskipti stjórnar og ytri endurskoðenda og það leiðir að þeirri umræðu sem hefur átt sér stað um ábyrgð endurskoðenda. Miklar breytingar hafa orðið á rekstrarumhverfi fyrirtækja við þær aðstæður sem ríkja í efnahagslífinu, hverju sinni, og þá reynir oft enn meira á upplýsingaskyldu þeirra. Ráðstefnunni er ætlað að varpa ljósi á ofangreind atriði við gerð reikningsskila og upplýsingaskyldu fyrirtækja á hlutabréfamarkaði. 13:00 Setning ráðstefnunnar, Dr. Ingjaldur Hannibalsson, deildarforseti viðskiptafræðideildar Háskóla Íslands 13:10-13:30 Rekstrarhæfi reikningsskilaeiningar Frummælandi Einar Guðbjartsson, dósent, forstöðumaður meistaranáms í reikningsskilum og endurskoðun, Háskóla Íslands 13:35-13:55 Mat á viðskiptavild Frummælandi Benedikt K. Magnússon, lögg. endurskoðandi, KPMG 14:00-14:20 Ábyrgð vegna brota á upplýsingaskyldu Frummælandi Eyvindur E. Gunnarsson, lektor við lagadeild Háskóla Íslands 14:20-14:40 Kaffihlé 14:45-15:05 Endurskoðunarnefndir Frummælandi Jón Rafn Ragnarsson, lögg. endurskoðandi, Deloitte 15:10-15:30 Ábyrgð endurskoðenda Frummælandi Ólafur Kristinsson, lögg. endurskoðandi PWC og aðjúnkt við viðskiptafræðideild HÍ 15:30-16:00 Panelumræður með frummælendum 16:00 Ráðstefnuslit emailfacebooklinkedintwitter
Þarfnast þessi síða lagfæringar? Var efnið hjálplegt? Var efnið hjálplegt? * Já Nei Endilega láttu okkur vita hvað má betur fara * Viltu fá svar frá okkur? Viltu fá svar frá okkur? Netfang * Svo hægt sé að hafa samband við þig. Skjáskot Settu inn skjáskot hér ef þú telur þörf á.Skrár verða að vera minni en 2 MB.Leyfðar skráartegundir: gif jpg jpeg png. CAPTCHASía fyrir ruslpóst Hvaða stafir eru á myndinni? * Skrifaðu stafina sem sjást á myndinni.