Nám metið úr öðrum deildum HÍ og öðrum háskólum | Háskóli Íslands Skip to main content

Nám metið úr öðrum deildum HÍ og öðrum háskólum

Netspjall

Umsókn um mat á fyrra námi

Meistaranám

Að hámarki geta nemendur fengið 30 einingar af 60 einingum metnar í námskeiðum. Ritgerð verða nemendur að skrifa við deildina. Einungis meistaranámskeið fást metin í meistaranámið.  Til að mat komi til álita þarf einkunn að vera 6 eða hærri.

Grunnnám

Grunnnámsnefnd metur fyrra nám nemanda í hverju tilviki fyrir sig. Almenna reglan er sú að nemandi fær metnar þær greinar sem nefndin telur að séu sambærilegar og að öðru jöfnu þarf nemandi að ljúka hefðbundnum viðskiptafræðigreinum ásamt sérgreinum viðkomandi fræðasviðs.

Til að ljúka BA eða BS prófi frá deildinni þarf nemandi að ljúka minnst 60 einingum í deildinni, óháð því hve mikið viðkomandi fær metið annars staðar frá. Einkunn þarf að vera 6 eða hærri í þeim námskeiðum sem metin eru.

Til að mat komi til álita þurfa að jafnaði eftirfarandi skilyrði að vera uppfyllt:

 1. Einkunn er 6 eða hærri.
 2. Einstaklingsmat er a.m.k. 30% af námsmati.
 3. Umsjónarkennari námskeiðs hefur verið metinn hæfur sem háskólakennari eða námskeið er á ábyrgð háskóladeildar.

Hvers kyns réttindapróf á vegum ráðuneyta eða hagsmunaaðila eru ekki metin til eininga (s.s. í verðbréfaviðskiptum, fyrir fasteignasala, til viðurkenningar bókara o.s.frv.).

Metið nám frá Endurmenntun Háskóla Íslands

Vinsamlegast athugið að einungis eru metin námskeið með lágmarkseinkunn 6 og hærri. Til að ljúka prófi frá Viðskiptafræðideild þarf nemandi ætíð að ljúka minnst 30 einingum í deildinni, óháð því hve mikið viðkomandi fær metið annars staðar frá.


   Stuttar námsbrautir á vegum Viðskiptafræðideildar í samvinnu við EHÍ

        Þarfnast þessi síða lagfæringar?

        Þarfnast þessi síða lagfæringar?

        CAPTCHA
        Sía fyrir ruslpóst
        Image CAPTCHA
        Skrifaðu stafina sem sjást á myndinni.