Skip to main content

Vinnustofa kennara: Sjálfsmynd, tungumál og nám

Vinnustofa kennara: Sjálfsmynd, tungumál og nám - á vefsíðu Háskóla Íslands
Hvenær 
21. september 2019 10:00 til 12:00
Hvar 

Veröld - Hús Vigdísar

Nánar 
Aðgangur ókeypis

Renata Pesková verður leiðbeinandi á vinnustofunni Sjálfsmynd, tungumál og nám sem haldin verður í Veröld - húsi Vigdísar laugardaginn 21. september kl. 10:00-12:00.

Í vinnusmiðju læra þátttakendur um hvernig sjálfsmynd, tungumálaforði og nám spila saman og hvernig hægt er að byggja á auðlindum nemenda í námi þeirra og kennslu. Kynnt verða þrjú hagnýt verkefni – sjálfsmyndasaga, tungumálalandslag og tungumálasjálfsmynd - sem henta vel í tungumálakennslu, en styrkja jafnframt allan tungumálaforða nemenda og sjálfsmynd þeirra.

Renata lauk BA-gráðu í fullorðinsfræðslu og mannauðsstjórnun frá Karls-háskóla í Tékklandi og MA-gráðu í þýskum annarsmálsfræðum frá Universität Bayreuth í Þýskalandi. Hún vinnur nú að doktorsverkefni sínu “School experience of plurilingual students: Multiple case study from Iceland” þar sem hún kannar samspil tungumálaforða grunnskólanemenda og upplifun þeirra af námi. Renata hefur kennt námskeið í samstarfi við kennara á Menntavísinda- og Heilbrigðisvísindasviði og situr í stjórn Móðurmáls – samtaka um tvítyngi.

Vinnustofur kennara eru samstarfsverkefni Vigdísarstofnunar, STÍL - Samtaka tungumálakennara á Íslandi og Tungumálamiðstöðvar Háskóla Íslands.

facebook

Vinnustofa kennara: Sjálfsmynd, tungumál og nám

Vinnustofa kennara: Sjálfsmynd, tungumál og nám