Vinnustofa kennara: Notkun leiklistar í tungumálakennslu | Háskóli Íslands Skip to main content

Vinnustofa kennara: Notkun leiklistar í tungumálakennslu

Hvenær 
27. apríl 2019 10:00 til 12:00
Hvar 

Veröld - Hús Vigdísar

Nánar 
Aðgangur ókeypis

Ásta Ingibjartsdóttir
Vinnustofa kennara: Notkun leiklistar í tungumálakennslu

Þessi vinnustofa gefur tungumálakennurum tækifæri á að kynna sér notkun leiklistar í þjálfun á töluðu máli. Þátttakendur fara í hlutverk nemenda í fyrsta tíma í leiklist.
Unnið verður með stutta texta á íslensku og framsetningu þeirra. Gott er að mæta í þægilegum fötum.

Vinnustofunni stýrir Ásta Ingibjartsdóttir, aðjunkt í frönsku við Mála- og menningardeild Háskóla Íslands.

Vinnustofur kennara eru samstarfverkefni Stofnunar Vigdísar Finnbogadóttur og Samtaka tungumálakennara á Íslandi – STÍL

Léttar veitingar verða í boði fyrir þátttakendur.

Vinnustofa kennara: Notkun leiklistar í tungumálakennslu

Vinnustofa kennara: Notkun leiklistar í tungumálakennslu