Vinnustofa kennara: Lectio divina | Háskóli Íslands Skip to main content

Vinnustofa kennara: Lectio divina

Hvenær 
16. febrúar 2019 10:00 til 12:00
Hvar 

Veröld - Hús Vigdísar

Nánar 
Aðgangur ókeypis

Ármann Halldórsson
Vinnustofa kennara: Lectio divina

Á þessari vinnustofu verður farið í að kynna aðferðir við vinnu með texta sem koma úr helgisiðum (kristnum aðallega). Aðferðirnar er annars vegar lectio divina og hins vegar Floralegium. Hugmyndin er sótt í hlaðvarpið Harry Potter and the Sacred Text, og gengur út að nota þessar aðferðir á veraldlega texta. Á námskeiðinum munum við vinna með texta á ensku úr Harry Potter og líka hugsanlega einhverja texta á dönsku. Þátttakendur verða beðnir um að koma með setningar úr bókmenntaverkum sem eru þeim kær til að gera Floralegium. Þessar aðferðir henta frekar til vinnu á efri stigum tungumálanáms, en jafnframt gæti verið spennandi að velta fyrir sér ýmsum möguleikum til aðlögunar. Þessi nálgun er í anda "slow" hreyfingarinnar. Vinnustofunni stýrir Ármann Halldórsson M.Ed., ensku- og heimspekikennari í Versló.

Vinnustofur kennara eru samstarfverkefni Stofnunar Vigdísar Finnbogadóttur í erlendum tungumálum og Samtaka tungumálakennara á Íslandi – STÍL

Léttar veitingar verða í boði fyrir þátttakendur.

facebook viðburður

Vinnustofa kennara: Lectio divina

Vinnustofa kennara: Lectio divina