Skip to main content

Viltu leggja vísindunum lið? – Hlutverk almennings í vöktun og rannsóknum á lífríkinu

Viltu leggja vísindunum lið? – Hlutverk almennings í vöktun og rannsóknum á lífríkinu - á vefsíðu Háskóla Íslands
Hvenær 
16. október 2019 12:00 til 13:15
Hvar 

Norræna húsið

Nánar 
Viðburðurinn fer fram á ensku
Öll velkomin - aðgangur ókeypis

Vísindamenn gegna lykilhlutverki í rannsóknum á lífríkinu og ráðgjöf til stjórnvalda um sjálfbæra nýtingu náttúruauðlinda. En almenningur getur lagt þeim lið við öflun gagna. Til þess þarf að byggja brú á milli vísinda og samfélags. Reynslan sýnir að það getur leitt úr læðingi margfeldisáhrif sem ná langt út fyrir þekkingaraukann sem slíkan, ekki síst í formi viðhorfsbreytinga, umhverfislæsis, ábyrgari hegðun og aukinnar færni í umönnun náttúrunnar.

Samstarf af þessu tagi er þekkt hér á landi. Fuglavernd og Jöklarannsóknafélagið eru góð dæmi þar um. Meiri reynsla er þó komin af samstarfi almennings og vísindamanna víða erlendis. Það gengur undir ýmsum nöfnum. „Citizen science“, „co-generation of knowledge“ og „social learning“ eru dæmi þar um. Þróunin hefur verið hröð og í samræmi við það hafa stjórnvöld í nokkrum löndum mótað stefnu, samtök verið stofnuð, bækur ritaðar til að styrkja grunninn og veita leiðsögn um hvernig best er að standa að og ekki síst hraða þessari mikilvægu byltingu í öflun, miðlun og hagnýtingu þekkingar.

Þessari reynslu vilja Norðurlönd í fókus, Landgræðsluskólinn, Landvernd, Fuglavernd, Rannsóknarsetur um norðurslóðir og umhverfis- og auðlindafræði í HÍ koma á framfæri hér á landi. Því boða þessir aðilar til málstofu um þetta efni í Norræna húsinu.

Framsöguerindi flytja:

  • Simon Leed Krøs, verkefnisstjóri Biodiversitet Nu í Danmörku.
    Verkefnið er á vegum Danmarks Naturfredningsforening og hefur virkjað þúsundir Dana til að skrá upplýsingar um náttúru landsins. Þetta eru systursamtök Landverndar sem stendur/standa að baki verkefninu.
  • PâviâraK Jakobsen, Naturressourcerådet i Attu á Vestur-Grænlandi.
    Náttúruauðlindaráðinu í Attu voru veitt Umhverfisverðlaunum Norðurlandaráðs 2018 fyrir ötult starf þar sem veiðimenn eru virkjaðir til að skrásetja upplýsingar um lífríkið sem nota má við stjórnun hafsvæða.

Eftir að framsöguerindi hafa verið flutt verða pallborðsumræður með þátttöku íslenskra náttúrvísindamanna, þau eru: Kristinn Haukur Skarphéðinsson vistfræðingur hjá Náttúrufræðistofnun Íslands og Ingibjörg Svala Jónsdóttir, prófessor í plöntuvistfræði við Háskóla Íslands.

Viltu leggja vísindunum lið? – Hlutverk almennings í vöktun og rannsóknum á lífríkinu

Viltu leggja vísindunum lið? – Hlutverk almennings í vöktun og rannsóknum á lífríkinu