Skip to main content

Viltu læra leiðir til að styrkja samskipti foreldris og barns?

Viltu læra leiðir til að styrkja samskipti foreldris og barns? - á vefsíðu Háskóla Íslands
Hvenær 
13. ágúst 2019 9:00 til 15. ágúst 2019 12:00
Hvar 

Stakkahlíð / Háteigsvegur

E-301

Nánar 
Námskeiðið fer fram á ensku.

Menntavísindasvið og rannsóknastofan Lífshættir barna og ungmenna bjóða upp á þriggja daga námskeið með Dr. Heather Cline frá Minnesotaháskóla í Bandaríkjunum um Reflective Dialogue Parent Education Design (RDPED). Námskeiðið er ætlað uppeldis- og foreldrafræðurum og öðrum fagaðilum sem vinna með börnum og fjölskyldum þeirra.

Á námskeiðinu eru kenndar leiðir til að styðja ígrundun foreldra, þjálfa eiginleikann að setja sig í spor annara og styrkja samskipti foreldris og barns.

Nánari upplýsingar um námskeiðið

Námskeiðið er ætlað uppeldis- og foreldrafræðurum og öðrum fagaðilum sem vinna með börnum og fjölskyldum þeirra. Öll velkomin.

Kennari: Dr. Heather Cline.

Umsjón: Hrund Þórarins Ingudóttir, lektor á Menntavísindasviði HÍ.

Upplýsingar um skráningu:

Nýnemar og einstaklingar sem eru ekki nemendur við HÍ skrá sig í gegnum síðu Menntavísindastofnunar.

Nemendur við HÍ skrá sig með því að senda póst á jkt@hi.is eigi síðar en þriðjudaginn 6. ágúst 2019. Unnið verður úr skráningum dagana 7.-8. ágúst. Námskeiðið sem ber númerið MEN401F í kennsluskrá verður skráð á núverandi námsferil í UGLU. Námskeiðið er skráð á sumarmisseri 2019 og tilheyrir því skólaárinu 2018-2019.

Þeir nýnemar sem voru skráðir í nám við HÍ 2018-2019 geta skráð sig með því að senda tölvupóst á jkt@hi.is (þrufa þá ekki að greiða námskeiðsgjaldið).

Upplýsingar um skráningu veita Ester Ýr Jónsdóttir, esteryj@hi.is og Jóhanna Karitas Traustadóttir, jkt@hi.is.

Námskeiðið er á námsleiðinni Foreldrafræðsla og uppeldisráðgjöf. Námsleiðin er skipulögð í samstarfi við Minnesota háskóla, University of Minnesota (UM), College of Education and Human Development (http://www.cehd.umn.edu/fsos/) sem hefur verið í fararbroddi um menntun á sviði foreldrafræðslu og uppeldisráðgjafar í Bandaríkjunum.

Námskeiðið er ætlað uppeldis- og foreldrafræðurum og öðrum fagaðilum sem vinna með börnum og fjölskyldum þeirra. Öll velkomin.

Viltu læra leiðir til að styrkja samskipti foreldris og barns?