Skip to main content

Vellíðan og árangur í námi - Fræðsludagar Náms- og starfsráðgjafar

Vellíðan og árangur í námi - Fræðsludagar Náms- og starfsráðgjafar - á vefsíðu Háskóla Íslands
Hvenær 
25. september 2019 11:40 til 12:50
Hvar 

Háskólatorg

HT-300

Nánar 
Aðgangur ókeypis

Dagana 24.-26. september næstkomandi mun Náms- og starfsráðgjöf Háskóla Íslands standa fyrir fræðsludagskrá. Dagskráin er opin öllum en erindin sem boðið er upp höfða sérstaklega til háskólanemenda.
Náms- og starfsráðgjafar og sálfræðingar Háskóla Íslands munu miðla þekkingu sinni og reynslu til þátttakenda.

Dagana 24.-26. september næstkomandi mun Náms- og starfsráðgjöf Háskóla Íslands standa fyrir fræðsludagskrá. Dagskráin er opin öllum en erindin sem boðið er upp höfða sérstaklega til háskólanemenda. Náms- og starfsráðgjafar og sálfræðingar Háskóla Íslands munu miðla þekkingu sinni og reynslu til þátttakenda.

Vellíðan og árangur í námi - Fræðsludagar Náms- og starfsráðgjafar

Dagskrá

11:40 - 12:10
Svefn og svefnvenjur. Fræðsla um svefn og heilbrigðar svefnvenjur. Hvað er svefnvandi og hvaða þættir eru truflandi? Farið verður yfir hjálplegar leiðir við að bæta svefn og svefnvenjur. Kynnt verður hvernig sálfræðileg meðferð (hugræn atferlismeðferð) vinnur með óhjálplega hegðun og hugsanir í tengslum við svefnvanda.
12:20 - 12:50
Streitustjórnun. Farið verður yfir helstu einkenni streitu og streituvaldandi álagsþátta og hvernig við bregðumst við. Hjálplegar og fyrirbyggjandi leiðir verða skoðaðar til að styðja enn frekar við árangur og vellíðan í námi. Núvitund verður kynnt til sögunnar en rannsóknir hafa sýnt fram á að regluleg þjálfun í núvitund hafi jákvæð áhrif á almenna líðan, dregur s.s. úr streitu, kvíða og depurð.