Veiting heiðurdoktorsnafnbótar við Hjúkrunarfræðideild Háskóla Íslands | Háskóli Íslands Skip to main content

Veiting heiðurdoktorsnafnbótar við Hjúkrunarfræðideild Háskóla Íslands

Veiting heiðurdoktorsnafnbótar við Hjúkrunarfræðideild Háskóla Íslands - á vefsíðu Háskóla Íslands
Hvenær 
15. október 2021 16:00 til 17:30
Hvar 

Aðalbygging

Hátíðarsalur

Nánar 
Aðgangur ókeypis

Hinn 15. október verður Lesley Ann Page ljósmóður veitt heiðursdoktorsnafnbót við Hjúkrunarfræðideild Háskóla Íslands. Athöfnin fer fram í Hátíðarsal Háskólans og hefst kl. 16.00.

Viðburðinum verður streymt í beinni útsendingu.

Lesley Ann Page á afar farsælan feril að baki en hún hefur lagt mikið að mörkum varðandi klíníska og akademíska uppbyggingu ljósmóðurfræðinnar á alþjóðavísu. Hún er mikilsvirtur leiðtogi í ljósmæðrasamfélaginu og hefur sinnt stjórnunarstörfum í Bretlandi, skrifað kennslubækur, leitt rannsóknir í ljósmóðurfræði og birt fjölda fræðigreina, skýrslna og kafla í grundvallarritum á sviðinu. Rannsóknir Lesley Page um samfellda ljósmæðraþjónustu hafa haft áhrif víða um heim m.a. hér á landi er samfelld ljósmæðraþjónusta var innleidd á Kvennadeild Landspítala. Hún hlaut prófessorsstöðu árið 1994 við Thames Valley University í London en hefur samhliða akademísku starfi gegnt ljósmóðurstörfum. Hún var m.a. yfirljósmóðir á háskólasjúkrahúsum í London og formaður Ljósmæðrafélagsins í Bretlandi um nokkurra ára skeið.

Það eru fyrst og fremst tveir þættir í störfum Lesley Page sem styðja þá ákvörðun að veita henni heiðursdoktorsnafnbót við Háskóla Íslands.  Annarsvegar er það aðkoma hennar sem gestaprófessor að þróun námsskrár í ljósmóðurfræði þegar nám í ljósmóðurfræði var flutt til Háskóla Íslands og hins vegar óumdeilt framlag hennar til rannsókna í ljósmóðurfræði á alþjóðavísu sem hefur m.a. verið hvati að uppbyggingu og þróun rannsókna í ljósmóðurfræði hér á landi.

Hinn 15. október verður Lesley Ann Page ljósmóður veitt heiðursdoktorsnafnbót við Hjúkrunarfræðideild Háskóla Íslands. Athöfnin fer fram í Hátíðarsal Háskólans og hefst kl. 16.00.

Veiting heiðurdoktorsnafnbótar við Hjúkrunarfræðideild Háskóla Íslands.