Varið land - Hvað höfum við lært um COVID-19 | Háskóli Íslands Skip to main content

Varið land - Hvað höfum við lært um COVID-19

Varið land - Hvað höfum við lært um COVID-19 - á vefsíðu Háskóla Íslands
Hvenær 
19. apríl 2021 14:00 til 16:00
Hvar 

Á netinu

Nánar 
Aðgangur ókeypis

Íslensk erfðagreining ætlar að streyma fræðslufundi um nýjustu rannsóknir sínar á Covid-19 mánudaginn 19. apríl klukkan 14. Streymið er hægt að nálgast á Facebook-síðu ÍE.

Hilma Hólm hjartalæknir og Erna Ívarsdóttir tölfræðingur kynna helstu niðurstöður nýrrar rannsóknar sinnar á langtimaáhrifum SARS-CoV-2 sýkingar en fólki sem veiktist var boðið að taka þátt.

Daníel Fannar Guðbjartsson stærðfræðingur og Þórunn Á. Ólafsdóttir ónæmisfræðingur kynna rannsókn sína á því hvernig líkaminn losar sig sig veiruna og verst endurteknum sýkingum.

Sérhvert SARS-CoV-2 tilfelli á Íslandi er raðgreint af Íslenskri erfðagreiningu í rauntíma og eru þau gögn notuð til að aðstoða við rakningu smita. Vísindamennirnir Páll Melsted, prófessor við Háskóla Ísland, Kristján Eldjárn Hjörleifsson doktorsnemi og Sölvi Rögnvaldsson fjalla um hvernig raðgreiningar á veirunni nýtast í baráttunni við COVID-19 og kynna til sögunnar nýtt líkan af þriðju bylgju faraldursins. Sú bylgja samanstóð nær eingöngu af smitum sem rekja má til eins einstaklings sem slapp í gegnum eftirlit á landamærunum. Með því að styðjast við líkanið má reikna út smitstuðul einstakra hópa og aldursflokka og bera saman smitstuðul innan og utan sóttkvíar.

Kári Stefánsson stýrir fundinum og dregur saman í lokin hvaða lærdóm er hægt að draga af þessum rannsóknum í viðureigninni við fjórðu bylgjuna á Íslandi.

Sérstakir gestir á fundinum verða meðal annars Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra, Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra, Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra og Sigurður Ingi Jóhannsson samgöngu- og sveitastjórnarráðherra.

Vegna samkomutakmarkanna verður fundurinn ekki opinn almenningi nema í beinu streymi á Facebook-síðu Íslenskrar erfðagreiningar.

Íslensk erfðagreining ætlar að streyma fræðslufundi um nýjustu rannsóknir sínar á Covid-19 mánudaginn 19. apríl klukkan 14. Streymið er hægt að nálgast á Facebook-síðu ÍE.

Varið land - Hvað höfum við lært um COVID-19