Skip to main content

Útgáfuhóf: Smásögur heimsins, Asía og Eyjaálfa

Útgáfuhóf: Smásögur heimsins, Asía og Eyjaálfa - á vefsíðu Háskóla Íslands
Hvenær 
23. október 2018 16:15 til 17:00
Hvar 

Háskólatorg

Bóksala stúdenta

Nánar 
Aðgangur ókeypis

Út er komið þriðja bindi af ritsafninu Smásögur heimsins, bindið hefur að geyma sögur frá Asíu og Eyjaálfu. Það eru þau Jón Karl Helgason, Kristín Guðrún Jónsdóttir og Rúnar Helgi Vignisson sem hafa umsjón með útgáfunni.

Af þessu tilefni verður efnt til útgáfuhófs í Bóksölu stúdenta, þriðjudaginn 23. október kl. 16:15. Allir velkomnir.

Í ritinu er að finna sögur frá 20 löndum í Asíu og Eyjaálfu en markmið ritraðarinnar er að birta sögur frá eins mörgum löndum og kostur er. Asía og Eyjaálfa spanna marga menningarheima eins og bindið endurspeglar. Þar getur að líta smásögur allt frá arabísku og persnesku ríkjunum í vestri, til Indlands og Japans í austri og Ástralíu og Nýja-Sjálands í suðri. Frá sumum þeirra landa sem eiga fulltrúa í bókinni berast sjaldan sögur til Íslands. Má þar nefna Kúveit, Íran, Norður-Kóreu, Malasíu, Pakistan, Víetnam og Filippseyjar.

Margar sagnanna voru þýddar úr frummáli, s.s. arabísku, taílensku, ensku, kóresku og japönsku, aðrar hafa verið þýddar úr millimáli en íslenska þýðingin síðan borin saman við frumtexta. Alls koma ellefu þýðendur við sögu.

Smásögur heimsins, Asía og Eyjaálfa.

Útgáfuhóf: Smásögur heimsins, Asía og Eyjaálfa