Útgáfuhóf Languages Open Up Worlds - Words for Vigdís | Háskóli Íslands Skip to main content

Útgáfuhóf Languages Open Up Worlds - Words for Vigdís

Hvenær 
5. desember 2019 16:30 til 17:30
Hvar 

Veröld - Hús Vigdísar

Nánar 
Aðgangur ókeypis

Útgáfu bókarinnar Languages Open up Worlds – Words for Vigdís verður fagnað með útgáfuhófi í Veröld – húsi Vigdísar fimmtudaginn 5. desember kl. 16:30. Bókin er ensk þýðing bókarinnar Tungumál ljúka upp heimum – Orð handa Vigdísi.

Ásdís R. Magnúsdóttir, ritstjóri bókarinnar og formaður stjórnar Vigdísarstofnunar, kynnir bókina. Auður Ava Ólafsdóttir rithöfundur les sinn texta úr bókinni og Vigdís Finnbogadóttir áritar. Boðið verður upp á léttar veitingar.

Hægt verður að kaupa allar þrjár útgáfur bókarinnar á staðnum, íslensku, dönsku og ensku. Eintakið kostar 3.500 krónur á tilboðsverði.

Strax í kjölfar útgáfuhófsins verður hátíðarsamsöngur Café Lingua - Heimsins jól, haldinn í Veröld.

Verið velkomin í notalega stund í Veröld – húsi Vigdísar á aðventunni.

Útgáfuhóf Languages Open Up Worlds - Words for Vigdís

Útgáfuhóf Languages Open Up Worlds - Words for Vigdís