Skip to main content

Útgáfa tímaritsins Stjórnmál & stjórnsýsla

Útgáfa tímaritsins Stjórnmál & stjórnsýsla - á vefsíðu Háskóla Íslands
Hvenær 
17. desember 2020 16:00 til 17:00
Hvar 

Zoom

Nánar 
Aðgangur ókeypis

Opinn fundur í tilefni af útkomu 2. tbl. 16. árg. tímaritsins Stjórnmál & stjórnsýsla.

 

Sigurbjörg Sigurgeirsdóttir, prófessor í opinberri stjórnsýslu við Háskóla Íslands, kynnir grein sína Glæpavæðing mannlegra mistaka í

heilbrigðisþjónustu: Hvernig og hvers vegna lagaleg ábyrgð getur rutt faglegri ábyrgð til hliðar og grafið undan öryggi sjúklinga.

 

Í greininni fjallar Sigurbjörg um áhrif ákæru sem birt var í maí 2014 á hendur íslenskum hjúkrunarfræðingi fyrir manndráp af gáleysi.

Niðurstöður greinarinnar eru m.a. grundvallaðar á málsatviksrannsókn með djúpviðtölum og könnun sem gerð var meðal allra starfandi hjúkrunarfræðinga á landinu.

 

Fundinum stýrir Eva Marín Hlynsdóttir, dósent í opinberri stjórnsýslu við Háskóla Íslands, sem m.a. á sæti í ritstjórn tímaritsins Stjórnmál & stjórnsýsla.

Fundinum verður streymt á þessari slóð

Sigurbjörg Sigurgeirsdóttir prófessor í opinberri stjórnsýslu

Útgáfa tímaritsins Stjórnmál & stjórnsýsla