Skip to main content

Útgáfa haustheftis tímaritsins Stjórnmál & stjórnsýsla 13. desember 2018

Útgáfa haustheftis tímaritsins Stjórnmál & stjórnsýsla 13. desember 2018 - á vefsíðu Háskóla Íslands
Hvenær 
13. desember 2018 16:30 til 18:00
Hvar 

Oddi

101

Nánar 
Aðgangur ókeypis

Útgáfuboð og fyrirlestur í tilefni af útkomu 3. tbl. 14. árg. tímaritsins Stjórnmál & stjórnsýsla verður haldið fimmtudaginn 13. desember, kl. 16:30, í stofu 101 í Odda, í Háskóla Íslands.

Vefslóð Stjórnmála & stjórnsýslu er: www.irpa.is 

Við opnunina kynnir dr. Agnar Freyr Helgason, nýdoktor við Stjórnmálafræðideild Háskóla Íslands, grein sína sem er meðal efnis í tímaritinu. Fyrirspurnir og umræður verða að loknu erindi hans, og síðan verður boðið upp á léttar veitingar á annari hæð Odda. Öll velkomin.

Grein Agnars Freys ber titilinn Starfsstéttir og kosningahegðun á Íslandi: Hafði hrunið áhrif? Starfsstétt er almennt talin hafa takmörkuð áhrif á kosningahegðun á Íslandi. Í grein sinni beinir Agnar Freyr sjónum að tengslum stétta við kosningahegðun og veltir upp hvort ástæða sé til að endurskoða þessi viðteknu sannindi. Þó hefðbundin stéttakosning kunni að hafa tapað mikilvægi sínu er leiðir Agnar Freyr að því rökum í greininni að stéttir gegni enn mikilvægu hlutverki fyrir kosningahegðun, en þó í breyttri mynd. Í greininni er því haldið fram að fjármálahrunið 2008 hafi aukið skýringarvægi þessa nýja skema á kosningahegðun, bæði vegna þess að hrunið magnaði upp átök um lífskjör almennings, en einnig vegna þess að hrunið gaf nýjum stjórnmálaöflum tækifæri til að ryðja sér til rúms á stjórnmálasviðinu. Megintilgátur rannsóknarinnar eru prófaðar með fjölliða aðhvarfsgreiningu á gögn úr Íslensku kosningarannsókninni frá 1999 til 2016. Niðurstöðurnar benda til að stéttakosning í nýrri mynd skipti enn máli í íslenskum stjórnmálum og að mikilvægi hennar hafi aukist í kjölfar hrunsins.

 Greinarnar í tímaritinu fjalla um fjölbreytt efni íslenskrar stjórnsýslu og stjórnmála og eftirfarandi ritrýndar greinar eru birtar að þessu sinni: 

  • Starfsstéttir og kosningahegðun á Íslandi: Hafði hrunið áhrif? Höfundur: Agnar Freyr Helgason.
  • „Að þreifa sig áfram í myrkrinu“: Ríkjandi stefnur og straumar um ungt flóttafólk í íslensku grunn- og framhaldsskólakerfi. Höfundar: Eva Harðardóttir og Berglind Rós Magnúsdóttir.
  • Samanburður á vinnustaðamenningu stofnana og fyrirtækja. Höfundar: Þórhallur Örn Guðlaugsson, Gylfi Dalmann Aðalsteinsson og Svala Guðmundsdóttir.
  • Hefur hið opinbera mótað stefnu varðandi opin vinnurými? Upplifun opinberra starfsmanna. Höfundar: Ásta Dís Óladóttir og Fjóla Kim Björnsdóttir.
  • Ritstjóri Stjórnmála & stjórnsýslu er Gunnar Helgi Kristinsson, prófessor við stjórnmálafræði-deild Háskóla Íslands, en auk hans sitja í ritstjórn þau: Agnar Freyr Helgason, Eva H. Önnudóttir, Eva Marín Hlynsdóttir, Margrét S. Björnsdóttir og Sjöfn Vilhelmsdóttir. Útgefandi tímaritsins er Stofnun stjórnsýslufræða og stjórnmála við Háskóla Íslands.

    Allar nánari upplýsingar veitir Sjöfn Vilhelmsdóttir, forstöðumaður Stofnun stjórnsýslufræða og stjórnmála, í síma 525-5454 eða í gegnum netfangið sjofn@hi.is

     

     

    Útgáfuboð og fyrirlestur í tilefni af útkomu 3. tbl. 14. árg. tímaritsins Stjórnmál & stjórnsýsla verður haldið fimmtudaginn 13. desember, kl. 16:30, í stofu 101 í Odda, í Háskóla Íslands. Við opnunina kynnir dr. Agnar Freyr Helgason, nýdoktor við Stjórnmálafræðideild Háskóla Íslands, grein sína, Starfsstéttir og kosningahegðun á Íslandi: Hafði hrunið áhrif?, sem er meðal efnis í tímaritinu. Fyrirspurnir og umræður verða að loknu erindi hans, og síðan verður boðið upp á léttar veitingar á annari hæð Odda. Öll velkomin.

    Útgáfa haustheftis tímaritsins Stjórnmál & stjórnsýsla 13. desember 2018