Skip to main content

Uppbyggingarsjóður EES - Starfs- og styrkjamöguleikar

Uppbyggingarsjóður EES - Starfs- og styrkjamöguleikar - á vefsíðu Háskóla Íslands
Hvenær 
23. janúar 2019 12:00 til 12:40
Hvar 

Oddi

201

Nánar 
Aðgangur ókeypis

Kynntu þér starfsemi Uppbyggingarsjóðs EES á hádegisfyrirlestri miðvikudaginn 23. janúar kl. 12.00-12.40 í stofu O-201 í Odda.

Á síðustu árum hafa tæplega tvö hundruð íslensk samtök, stofnanir og fyrirtæki tekið þátt í Evrópusamstarfi á vegum Uppbyggingarsjóðs EES. Sjóðurinn er fjármagnaður af Íslandi, Noregi og Liechtenstein og er markmið hans að draga úr efnahagslegum og félagslegum ójöfnuði innan evrópska efnahagssvæðisins. Auk þess að styrkja tengsl ríkjanna þriggja við fimmtán styrkþegaríki sjóðsins í Evrópu. Á næstu árum mun sjóðurinn veita 1.5 milljörðum evra til verkefna á ýmsum sviðum, til að mynda grænna orkugjafa, mannréttinda, rannsókna, menntunar og menningar. Því er um að ræða spennandi starfsvettvang, mögulegt rannsóknarefni og þá hefur sjóðurinn styrkt verkefni á sviði nýsköpunar, rannsókna og menntunar, svo eitthvað sé nefnt.

Viðburðurinn er skipulagður í samstarfi utanríkisráðuneytisins og Háskóla Íslands og fyrirlesturinn verður í höndum Evu Þóru Karlsdóttur, samskiptafulltrúa Uppbyggingarsjóðs EES. Eva er menntaður stjórnmálafræðingur frá Háskóla Íslands og Gautaborgarháskóla. Hún hefur víðtæka reynslu af Evrópusamvinnu og hefur starfað á vegum sjóðsins frá árinu 2014.

Á næstu árum mun sjóðurinn veita 1.5 milljörðum evra til verkefna á ýmsum sviðum, til að mynda grænna orkugjafa, mannréttinda, rannsókna, menntunar og menningar.

Möguleikar á styrkjum úr Uppbyggingarsjóði EES - Kynningarfundur