Skip to main content

Ungar stúlkur og vímuefni. Málstofa um stefnumótun og forvarnir

Ungar stúlkur og vímuefni. Málstofa um stefnumótun og forvarnir - á vefsíðu Háskóla Íslands
Hvenær 
26. febrúar 2019 8:30 til 11:00
Hvar 

Lögberg

103

Nánar 
Aðgangur ókeypis

Dagsetning: Þriðjudagur 26. febrúar 2019 kl. 8.30-11:00

Staðsetning: Lögberg 103, Háskóli Íslands, Sæmundargötu 2, 101 Reykjavík

Skráningargjald: 3.000 kr. Greiðið hér.

Fyrirlesari: Dr. Nancy Poole, forstöðukona, Centre of Excellence for Women’s Health, Bresku-Kólumbíu, Kanada

Fyrir hvern? Málsstofan er hugsuð fyrir þá sem vinna að stefnumótun á sviði áfengis- og vímuefnavanda, hafa eftirlitshlutverki að gegna, veita fræðslu og þjónustu. Málstofan er skipulögð af Rannsóknastofnun í jafnréttisfræðum (RIKK) í samráði við Rótina – félag um málefni kvenna með áfengis- og fíknivanda.

Þema: Fjallað verður um nokkur lykilatriði stefnumótunar um áfengis- og vímuefnamál og hins vegar um ungar stúlkur og vímuefnanotkun. Nancy mun kynna þær aðferðir sem hafa verið þróaðar og nýttar í Kanada og síðan gefst tækifæri til umræðna.

Um fyrirlesarann: Nancy er forstöðukona Centre of Excellence for Women’s Health, í Bresku-Kólumbíu í Kanada, og starfar einnig við Women’s Hospital and Health Centre. Hún er með doktorspróf í menntunarfræðum og er virtur alþjóðlegur sérfræðingur með víðtæka reynslu af kynjaðri nálgun á heilsufar og vímuefnavanda. Hún starfar víðsvegar um Kanada með meðferðaraðilum, rannsakendum, stefnumótunaraðilum og konum með fíknivanda til að móta, í víðtæku samstarfi, skaðaminnkandi meðferðarúrræði og forvarnir. Nancy er sérfræðingur í að byggja upp þekkingu og endurmóta úrræði á þann hátt að það nýtist notendum, heilbrigðisstarfsfólki, stofnunum, félagasamtökum og kerfum. Hún hefur helgað sig áhugahvetjandi og skapandi aðferðum við að skapa hagnýta þekkingu.

Málstofan fer fram á ensku.

Dr. Nancy Poole er fyrirlesari á ráðstefnunni Drögum kynjatjöldin frá: Til móts við kynjaða heildarsýn á áföll og fíkn sem haldin er á Hótel Natura, hinn 28. febrúar og 1. mars.

Nánari upplýsingar gefur Kristín I. Pálsdóttir kip@hi.is

Málsstofan er hugsuð fyrir þá sem vinna að stefnumótun á sviði áfengis- og vímuefnavanda, hafa eftirlitshlutverki að gegna, veita fræðslu og þjónustu.

Ungar stúlkur og vímuefni. Málstofa um stefnumótun og forvarnir