Um femíníska þýðingasiðfræði alsírska rithöfundarins Assiu Djebar | Háskóli Íslands Skip to main content

Um femíníska þýðingasiðfræði alsírska rithöfundarins Assiu Djebar

Hvenær 
26. nóvember 2019 16:30 til 17:30
Hvar 

Veröld - Hús Vigdísar

fyrirlestrasalur VHV023

Nánar 
Aðgangur ókeypis

Irma Erlingsdóttir, dósent við Mála- og menningardeild Háskóla Íslands, flytur fyrirlesturinn Um femíníska þýðingasiðfræði alsírska rithöfundarins Assiu Djebar, í Veröld - húsi Vigdísar, 26. nóvember kl. 16:30.

Í fyrirlestrinum verður fjallað um verk alsírska rithöfundarins Assiu Djebar og  sjónum sérstaklega beint að því sem hún kallar „tungumál hins ósmættanlega“ og „málsnið útlegðar“. Það að vera á milli mála einkennir verk hennar líkt og margra annarra (eftir)nýlenduhöfunda. Hún semur á frönsku, en gagnsýrir texta sinn arabískum áhrifum. Þannig „tvítyngir“ hún frönskuna eða yfirfærir framandi sögu, reynslu og raddir á tungumálið. Tvítyngið í skrifum hennar felur í sér afbyggingu sem dregur fram mismun og margbreytileika í tungumálinu. Sýnt verður hvernig Djebar skorar gleymskuna á hólm og endurskrifar hina ríkjandi sögu með því að neita að gangast við söguskoðun nýlenduherranna, hinni karlægu úgáfu þjóðfrelsisbaráttunnar og/eða  hefðarvaldi alsírskrar menningar. Sérstök áhersla verður lögð á það hvernig Djebar lýsir og fléttir saman þöggun og andófi alsírska kvenna í þessum tilgangi.

Þriðjudagsfyrirlestrar Vigdísarstofnunar

facebook

Irma Erlingsdóttir

Um femíníska þýðingasiðfræði alsírska  rithöfundarins Assiu Djebar