Tungumálastefnumót í Stúdentakjallara | Háskóli Íslands Skip to main content

Tungumálastefnumót í Stúdentakjallara

Hvenær 
14. september 2017 18:00 til 19:30
Hvar 

Stúdentakjallarinn

Nánar 
Aðgangur ókeypis

Café Lingua - Language Rendez-vous

Langar þig að víkka út sjóndeildarhringinn, kynnast einhverjum sem talar reiprennandi tungumálið sem þú ert að læra eða deila þínu eigin móðurmáli með áhugsömum um tungumál?  Tækifærið gefst á tungumálastefnumóti Café Lingua í Stúdentakjallaranum fimmtudaginn 14. september kl. 18.00-19.30. Þar gefst einstakt tækifæri til að kynnast nýjum menningarheimum og heimsborgurum í Reykjavík og æfa sig í tungumálum í leiðinni. Borgarbókasafn Reykjavíkur og Vigdísarstofnun - alþjóðleg miðstöð tungumála og menningar standa saman að Café Lingua en sérstakir gestgjafar eru félög nemenda í Mála- og menningardeild og Íslensku sem öðru máli við Háskóla Íslands, Linguae og Huldumál.

Cafe Lingua – lifandi tungumál er gátt inn í mismunandi menningarheima og er tilvalinn vettvangur fyrir þá sem vilja efla tungumálakunnáttu sína og hafa áhuga á að spreyta sig á ýmsum tungumálum. Markmið Cafe Lingua er að virkja þau tungumál sem hafa ratað til Íslands og hafa auðgað mannlíf og menningu. Fólk með íslensku sem annað mál fær tækifæri til þess að tjá sig á íslensku sem og að kynna móðurmál sitt fyrir öðrum. Viðburðir haustsins fara fram í menningarhúsum Borgarbókasafnsins, í Veröld – húsi Vigdísar og í Stúdentakjallara Háskóla Íslands.

Allir sem hafa áhuga á tungumálum og vilja leggja sitt af mörkum til tungumálalandslags Reykjavíkur eru velkomnir. Þátttaka ókeypis. 

Sjá nánar um Café Lingua - lifandi tungumál og dagskrá haustsins.
Einnig er hægt er að fylgjast með í Facebookhópnum Café Lingua - lifandi tungumál.

Café Lingua - lifandi tungumál er samstarfsverkefni Borgarbókasafnsins og Vigdísarstofnun - alþjóðleg miðstöð tungumála og menningar.

Café Lingua - Language Rendez-vous

Do you want to meet someone who can speak fluently the language you are studying? Do you want to share your native language with someone who is trying to master it? Next Thursday, on September 14 from 18.00-19.30 at, Stúdentakjallarinn (The Student Basement) at the University of Iceland especially welcomes native and visiting students and all other interested in sharing and learning languages.  Café Lingua is organized by Reykjavik City Library and the Vigdís International Centre for Multilingualism and Intercultural Understanding, but special hosts of the event on Thursday are Linguae (students in the Department of Languages and Cultures) and Huldumál (students in Icelandic as a Foreign Language) at the University of Iceland.
Café Lingua is:
• a platform for those who want to enhance their language skills
• a place to increase vocabulary, to chat and communicate in various languages
• a gateway into different languages and cultures
 
One of the goals of Café Lingua is to activate the languages that have found their way to Iceland, enriching its life and culture in the community, while at the same time to arouse the curiosity of the citizens of the world around us.
 

Netspjall