Skip to main content

Tungumálakennsla og kvikmyndir

Tungumálakennsla og kvikmyndir - á vefsíðu Háskóla Íslands
Hvenær 
7. desember 2017 16:30 til 17:30
Hvar 

Veröld - Hús Vigdísar

Fyrirlestrasalur

Nánar 
Aðgangur ókeypis

Hólmfríður Garðarsdóttir prófessor í spænsku heldur fyrirlestur um tungumálakennslu og kvikmyndir í Veröld - húsi Vigdísar. 

Líta má á kvikmyndir sem sjónauka sem beint er að tilteknum veruleika, samfélagi, aðstæðum, einstaklingi eða samfélagshópum. Kvikmyndir eru enn fremur vitnisburður og heimild um stund og stað, og í því ljósi eru þær sérlega athyglisverðar sem ítarefni í tungumálakennslu og til sjálfsnáms í tungumálanámi. 

Í spjalli sínu mun Hólmfríður ræða um mikilvægi þess að viðhalda áhuga nemenda á viðfangsefninu og bregður upp sýnishornum af því hvernig kvikmyndir geta komið að notum við þjálfun nemenda í erlendum tungumálum. Kvikmyndir má t.d. nota til að auka færni í menningarlæsi, þekkingu á sögu og samfélagi, auk skilnings á fjölbreytileika talaðs máls. 

Allir velkomnir meðan húsrúm leyfir! 

Hólmfríður Garðarsdóttir

Tungumálakennsla og kvikmyndir