Skip to main content

Tungumálakennsla og kímni

Tungumálakennsla og kímni - á vefsíðu Háskóla Íslands
Hvenær 
16. nóvember 2017 16:30 til 17:30
Hvar 

Veröld - Hús Vigdísar

Fyrirlestrasalur

Nánar 
Aðgangur ókeypis

Í þessu erindi segir Þórhallur Eyþórsson, prófessor í málvísindum, frá námskeiði sem hann kennir í ensku í Háskóla Íslands sem heitir Tungumál og kímni (Language and humor). 
Það óvenjulega við námskeiðið er að málfærðidæmin sem eru notuð tengjast kímni, skopi og hæðni, sem oft grundvallast á tvíræðni. Markmiðið er einkun að auðvelda háskólanemum í ensku skilning á tvíræðum upplýsingum sem eru svo algengar í tungumálinu. 
Með tilstyrk kímilegra máldæma eru kynnt ýmis helstu undirstöðuatriði í rannsóknum á mannlegu máli, þar á meðal málið sem samskiptakerfi, hljóð, orð, setningar, málnotkun, orðræða og breytileiki í máli. 
Þessi kennsluaðferð kynni að reynast árangursrík í málfræði- og tungumálakennslu almennt. 
Allir velkomnir meðan húsrúm leyfir.

Þórhallur Eyþórsson

Tungumálakennsla og kímni