Skip to main content

Tübingen 20 ára: Stutt skiptinám fyrir tungumálanema – kostir og gallar?

Tübingen 20 ára: Stutt skiptinám fyrir tungumálanema – kostir og gallar? - á vefsíðu Háskóla Íslands
Hvenær 
5. nóvember 2019 16:30 til 17:30
Hvar 

fyrirlestrasalur VHV023

Nánar 
Aðgangur ókeypis

Oddný G. Sverrisdóttir, prófessor í þýsku við Mála- og menningardeild Háskóla Íslands, flytur fyrirlesturinn Tübingen 20 ára: Stutt skiptinám fyrir tungumálanema – kostir og gallar?, í Veröld - húsi Vigdísar 5. nóvember kl. 16:30.

Í fyrirlestrinum verður fjallað um uppbyggingu og markmið tveggja vikna talfærninámskeiðs sem haldið er í Tübingen í sambandslandinu Baden-Württemberg. Farið verður yfir ávinning þess fyrir stúdenta að ljúka stuttu námskeiði við Karl Eberhard háskólann í Tübingen þar sem lögð er áhersla á markvissa talþjálfun og Landeskunde. Með því að taka þátt í námskeiðinu kynnast íslenskir stúdentar stúdentalífinu í þýskum háskólabæ sem og þýsku þjóðlífi. Slík upplifun getur gjörbreytt afstöðu þeirra til málsvæðisins og tungumálsins sem þeir búa að eftir námskeiðið.

 Þriðjudagsfyrirlestrar Vigdísarstofnunar

facebook

 

Oddný G. Sverrisdóttir, prófessor í þýsku við Mála- og menningardeild Háskóla Íslands, flytur fyrirlesturinn Tübingen 20 ára: Stutt skiptinám fyrir tungumálanema – kostir og gallar?, í Veröld - húsi Vigdísar 5. nóvember kl. 16:30.

Tübingen 20 ára: Stutt skiptinám fyrir tungumálanema – kostir og gallar?