Tónlist í karllægum heimi - staða kynjanna í íslenskum tónlistariðnaði | Háskóli Íslands Skip to main content

Tónlist í karllægum heimi - staða kynjanna í íslenskum tónlistariðnaði

Hvenær 
17. október 2017 12:00 til 13:00
Hvar 

Aðalbygging

Stofa 207

Nánar 
Aðgangur ókeypis

Lára Rúnarsdóttir, tónlistarkona og kynjafræðingur mun fjalla um umhverfi og upplifun tónlistarkvenna af því að starfa í tónlistariðnaðinum á Íslandi, og hva þurfi að breytast til þess að jafnrétti ríki.

Arnar Eggert Thoroddsen, aðjúnkt við félagsvísindadeild háskólans og tónlistarblaðamaður, mun ræða reynslu sína af því að fjalla um tónlist í karllægum heimi og ákveðna vakningu sem hann varð fyrir að því leytinu til. Arnar trúir því að markvissar aðgerðir séu nauðsynlegar, eigi að færa þessi mál í eðlilegt horf.

TÁKNMÁLSTÚLKUN – Gestum á Jafnréttisdögum sem óska eftir táknmálstúlkun á tiltekna viðburði er bent á að senda tölvupóst á msteph@hi.is með eins góðum fyrirvara og kostur er.

Markmið Jafnréttisdaga er að tvinna saman hinar ýmsu víddir jafnréttis og femínisma og skoða fjölbreytileika, forréttindi, þöggun, jafnréttisbaráttu, vald og mismunun.

Netspjall