Skip to main content

Þýðingar og rýni, ferðalög bókmennta

Þýðingar og rýni, ferðalög bókmennta - á vefsíðu Háskóla Íslands
Hvenær 
12. apríl 2019 9:00 til 17:00
Hvar 

Lögberg

Stofa 201

Nánar 
Aðgangur ókeypis

Þýðingasetur Háskóla Íslands  og nemendur  í þýðingafræði bjóða til árlegrar ráðstefnu um þýðingarýni þar sem farið er yfir stakar þýðingar bókmenntaverka á og af íslensku. Verkin spanna á þriðja þúsund ár, allt frá Gilgameskviðu til  Homo Sapínu, með viðkomu hjá Molíère , Goethe,  Bellman,  Mary Shelley og Bram Stoker svo nokkrir höfundar séu nefndir. Hér fá verk þýðendanna hins vegar að njóta sín í skemmtilegri dagskrá sem stendur frá kl. 9 -17 og eru allir velkomnir.

Sérstakur heiðursgestur verður Hallgrímur Helgason, rithöfundur og þýðandi, en hann opnar ráðstefnuna með lykilfyrirlestri um þýðingu sínar á  Tartuffe eða Loddaranum eftir  Molíère , en sú þýðing verður til sýninga á  fjölum Þjóðleikhússins þetta vorið.

Ráðstefnan hefst kl. 9 í stofu 201 í Lögbergi Háskóla Íslands  og stendur með hléum fram eftir degi. Að lokum býður Þýðingasetur Háskóla Íslands upp á léttar veitingar.

Dagskrá:

  • 9.00. Hallgrímur Helgason, lykilfyrirlestur: Tartuffe eftir Molíère, ný þýðing
  • 9.30. Árný Stella Gunnarsdóttir: Fást eftir Goethe, þýð. Bjarni frá Vogi og Yngvi Jóhannesson
  • 9.50. Janus Christiansen:Allt sundrast eftir Chinua Achebe, þýð. Elísa Björg Þorsteinsdóttir
  • 10.10. Shohei Watanabe: Íslenskar þjóðsögur, þýð. Kuni Sugawara
  • 10.30 Kaffihlé
  • 11.00. Kolbrún Kolbeinsdóttir:Gilgameskviða, þýð. Stefán Steinsson og Gunnar Dal
  • 11.20. Haukur S. Hilmarsson: Matthildur eftir Roald Dahl, þýð. Sólveig Sif Hreiðarsdóttir
  • 11.40. Tinna Gunnlaugsdóttir: Ljóð Bellmans, þýð. Jón Helgason og fleiri.
  • 12.00. Hádegishlé
  • 13.00. Oddný Sigmundsdóttir: Frankenstein eftir Mary Wollstonecraft Shelley, þýð. Böðvar Guðmundsson
  • 13.20. Valgerður Halldórsdóttir: Elskhuginn eftir Marguerite Duras, þýð. Hallfríður Jakobsdóttir.
  • 13.40. Þorvaldur Friðriksson: Höfuðpaurinn (Lord of the Flies) eftir William Golding, þýð. Ólafur Haukur Árnason og Snæbjörn Jóhannsson
  • 14.00. Gunnhildur Jónatansdóttir: Homo Sapína eftir Niviaq Korneliussen, þýð. Heiðrún Ólafsdóttir
  • 14.20. Erna Erlingsdóttir: Heiða (og Pétur) eftir Jóhönnu Spyri, þýð. Laufey Vilhjálmsdóttir.
  • 14.40. Kaffihlé
  • 15.00. Þórhildur Lárusdóttir: Túlkur tregans eftir Jhumpa Lahiri, þýð. Rúnar Helgi Vignisson
  • 15.20. Helga Björg Arnarsdóttir: Drakúla eftir Bram Stoker, þýð. Gerður Sif Ingvarsdóttir
  • 15.40. Agnieszka Bikowska: Land og synir eftir Indriða G. Þorsteinsson þýð. Mieczyslaw Kroker
  • 16.00. Hugrún H. Stefánsdóttir: Ilmurinn eftir Patrick Süskind, þýð. Kristján Árnason
  • 16.20. Magnús H. Guðjónsson: Hlébarðinn e. Giuseppe di Lampedusa, þýð. Tómas Guðmundsson
  • 16.40. Léttar veitingar í boði Þýðingaseturs HÍ.

 

Hallgrímur Helgason rithöfundur

Þýðingar og rýni, ferðalög bókmennta