Skip to main content

Þú getur haft áhrif! - Um markmið stúdenta í umhverfismálum innan Háskóla Íslands

Þú getur haft áhrif! - Um markmið stúdenta í umhverfismálum innan Háskóla Íslands  - á vefsíðu Háskóla Íslands
Hvenær 
22. mars 2019 13:30 til 15:00
Hvar 

Árnagarður

304

Nánar 
Aðgangur ókeypis

Umhverfis- og samgöngunefnd SHÍ ætlar í samstarfi við Landvernd að halda kynningarfund á markmiðum háskólans í umhverfismálum. Nefndin hefur verið að vinna að því að öðlast grænfánann og er Háskóli Íslands nú þegar skráður í Skólar á grænni grein (Eco-Schools) sem er verkefni á vegum landverndar á Íslandi.

Skólar á grænni grein (Eco-Schools) eru alþjóðlegt verkefni sem menntar milljónir nemenda í 67 löndum víðsvegar um heim í sjálfbærni og umhverfisvernd. Verkefnið byggir á lýðræðismenntun og getu til aðgerða.

Okkur langar að stúdentar geti haft áhrif á markmiðin sem nefndin vinnur að og því verður í lok kynningar á verkefninu, hópavinna þar sem fólk getur komið með sínar hugmyndir.