Skip to main content

Þjóðarspegill, rannsóknir í félagsvísindum XX

Þjóðarspegill, rannsóknir í félagsvísindum XX - á vefsíðu Háskóla Íslands
Hvenær 
1. nóvember 2019 8:00 til 17:00
Hvar 

Aðalbygging, Askja, Gimli, Háskólatorg, Lögberg og Oddi

Nánar 
Aðgangur ókeypis

Föstudaginn 1. nóvember verður Þjóðarspegill ráðstefna í félagsvísindum haldinn. Líkt og fyrri ár verða á dagskrá fjölbreytt erindi um nýjustu rannsóknir á sviði félagsvísinda.

Um er að ræða ákveðin tímamót því þetta er í tuttugasta sinn sem ráðstefnan er haldin. Þjóðarspegill er vettvangur fræðilegrar umræðu og að sama skapi uppskeruhátíð félagsvísinda.

Meginmarkmiðið er að veita fræðafólki og sérfræðingum tækifæri til að kynna vinnu sína og að skapa almenningi aðgengi að rannsóknastarfi sem á sér stað á sviðinu.

Ráðstefnan er öllum opin. Dagskrána er að finna á heimasíðu Þjóðarspegilsins, http://thjodarspegillinn.hi.is.

Þjóðarspegill, rannsóknir í félagsvísindum XX

Þjóðarspegill, rannsóknir í félagsvísindum XX