Skip to main content

Þekking til sölu? - Vantrúin á vísindi, ris hennar (og fall) 

Þekking til sölu? - Vantrúin á vísindi, ris hennar (og fall)  - á vefsíðu Háskóla Íslands
Hvenær 
13. september 2019 14:00 til 16:00
Hvar 

Háskólatorg

H-102

Nánar 
Aðgangur ókeypis

Er þekking söluvara? Eru háskólar reknir eins og smjörlíkisverksmiðjur? Er menntun einkahagsmunir eða almannahagsmunir? Eru nemendur neytendur á markaði?

Þessum spurningum og fleirum verður velt upp í fyrirlestraröðinni Þekking til sölu? Markaðsvæðing akademíunnar. 

13. september kl. 14-16 á Háskólatorgi HT-102

Ylva Hasselberg, prófessor í hagsögu við Uppsalaháskóla heldur aðalfyrirlesturinn Vantrúin á vísindi, ris hennar (og fall) þar sem tilraunir til markaðsvæðingar háskóla í Svíþjóð og framtíð vísinda undir nýskipan í ríkisrekstri verða til umfjöllunar. 

Ingólfur Ásgeir Jóhannesson prófessor í menntavísindum bregst við fyrirlestri Hasselberg og að því loknu verður pallborð þar sem málin verða rædd í samhengi við þróunina hérlendis. 

Í pallborði verða: 

  • Ásgeir Brynjar Torfason, gestafræðimaður við Rannsóknastofnun Gautaborgarháskóla 
  • Berglind Rós Magnúsdóttir, dósent við Menntavísindasvið HÍ
  • Magnús Þór Torfason, lektor við Viðskiptafræðideild og mentor Snjallræðis, hugmyndahraðals á vegum Höfða friðarseturs
  • Viðar Hreinsson, sjálfstætt starfandi bókmenntafræðingur

Fundarstjóri er Íris Ellenberger lektor í samfélagsgreinum við Menntavísindasvið HÍ.

Að loknu málþinginu verður boðið uppá léttar veitingar. 

Nánari lýsing á fyrirlestri Ylvu Hasselberg: 

Hver er uppruni ráðandi hugmynda okkar um hlutverk háskóla? Hann er ekki síst að finna í hugmyndum um nýskipan í ríkisrekstri sem urðu áberandi í Evrópu á 9. áratugnum. Í fyrirlestrinum verður farið ofan í kjölinn á hugmyndum Svía um nýskipan í ríkisrekstri í tengslum við rannsóknir þar í landi. Tengsl nýskipunar í ríkisrekstri og markaðsvæðingar háskólamenntunar verða skoðuð. Á árunum 2006–2014 var reynt að markaðsvæða háskólana í Svíþjóð en þær tilraunir báru ekki árangur. Hins vegar hefur nýskipan í ríkisrekstri verið ríkjandi hugmyndafræði innan vísindasamfélagsins frá árinu 2010. Í fyrirlestrinum verður einnig velt upp framtíð háskóla sem vinna undir þessari hugmyndafræði.

Næstu þrír fyrirlestrar í fundaröðinni verða haldnir sem hér segir:

  • 11. október kl. 12 í sal Íslenskrar erfðagreiningar: Eru háskólar reknir eins og smjörlíkisverksmiðjur? Arnar Pálsson, prófessor í lífupplýsingafræði.
  • 8. nóvember kl. 12 í sal Íslenskrar erfðagreiningar: Ásgeir Brynjar Torfason, gestafræðimaður við Rannsóknastofnun Gautaborgarháskóla 
  • 6. desember kl. 12 í sal Íslenskrar erfðagreiningar: Háskólar í fremstu röð – markaðsvæðing sem ýtir undir kynjamisrétti? Finnborg Salóme Steinþórsdóttir, nýdoktor í kynjafræðum.

Að fundaröðinni standa MARK, miðstöð margbreytileika- og kynjarannsókna, RannMennt, rannsóknastofa um menntastefnu, alþjóðavæðingu og félagslegt réttlæti og ReykjavíkurAkademían. Fyrirlestraröðin er styrkt af rektorsskrifstofu Háskóla Íslands, Félagsvísindasviði og Menntavísindasviði.

Ylva Hasselberg, prófessor í hagsögu við Uppsalaháskóla heldur fyrirlesturinn Vantrúin á vísindi, ris hennar (og fall) föstudaginn 13. september kl. 14-16 á Háskólatorgi HT-102

Þekking til sölu? - Vantrúin á vísindi, ris hennar (og fall)