Skip to main content

Þátttaka kvenna af erlendum uppruna í íslensku samfélagi

Þátttaka kvenna af erlendum uppruna í íslensku samfélagi  - á vefsíðu Háskóla Íslands
Hvenær 
24. febrúar 2020 11:45 til 13:30
Hvar 

Hannesarholt

Nánar 
Aðgangur ókeypis

Málþingið  Hver er staðan? Aðild og þátttaka kvenna af erlendum uppruna í íslensku samfélagi

Tilefni málþingsins er útgáfa skýrslunnar Staða kvenna af erlendum uppruna – hvar kreppir að? sem Unnur Dís Skaptadóttir og Kristín Loftsdóttir, prófessorar við Háskóla Íslands, unnu fyrir félagsmálaráðuneytið.  Skýrslan er unnin í samstarfi við öndvegisverkefnið Þverþjóðleiki og hreyfanleiki á Íslandi.

Markmiðið með skýrslunni var meðal annars að kortleggja þá þekkingu sem liggur fyrir um stöðu kvenna af erlendum uppruna og afla eigindlegra gagna um helstu hindranir sem konur af erlendum uppruna upplifa í íslensku samfélagi. Skýrslan er hluti af viðbrögðum stjórnvalda vegna frásagna kvenna ef erlendum uppruna undir formerkjum #metoo. Mikilvægt er fyrir stjórnvöld að fá greiningu á hverjar eru helstu hindranir sem konur af erlendum uppruna mæta til þess að unnt sé að ýta úr vör aðgerðum til að tryggja að erlendar konur njóti sömu réttinda hér á landi og aðrar konur.

Á málþinginu eru helstu niðurstöður skýrslunnar kynntar í stuttu máli og í kjölfarið haldnar pallborðsumræður um kvennabaráttu kvenna af erlendum uppruna á Íslandi.  Í pallborðinu sitja Angelique Kelly, frá W.O.M.E.N (Samtökum kvenna af erlendum uppruna á Íslandi), Tatjana Latinovic, formaður Kvenrétttindafélags Íslands, Claudie Ashonie Wilson, lögmaður sem fjallar um #Metoo áskorun kvenna af erlendum uppruna, og Donata Honkowicz Bukowska, kennsluráðgjafi, fulltrúi pólsks hóps kvenréttindakvenna – „Dziewuchy Islandia.”

Ásmundur Einar Daðason, Félags- og barnamálaráðherra, flytur ávarp í upphafi málþingsins sem og Tatjana Latinovic, formaður Innflytjendaráðs.

Ráðstefnan hefst stundvíslega kl. 12:00 og stendur til 13:30. Boðið verður upp á súpu fyrir fundargesti kl. 11:45.  Þátttakendur eru vinsamlegast beðnir um að skrá sig á hjá Önnu Wojtynsku, verkefnastjóra verkefnisins Þverþjóðleiki og hreyfanleiki á Íslandi, á netfangið  annawo@hi.is

 

Dagskrá:

  1. Ásmundur Einar Daðason, félags- og barnamálaráðherra
  2. Tatjana Latinovic, formaður Innflytjendaráðs
  3. Kynning á skýrslunni Staða kvenna af erlendum uppruna – hvar kreppir að?  Unnur Dís Skaptadóttir og  Kristín Loftsdóttir prófessorar við Háskóla Íslands, kynna helstu niðurstöður og tillögur um úrbætur
  4. Kvennabarátta kvenna af erlendum uppruna á Íslandi
  • Angelique Kelley frá W.O.M.E.N in Iceland (Samtök kvenna af erlendum uppruna á Íslandi)
  • Tatjana Latinovic, formaður Kvenrétttindafélags Íslands
  • Claudie Ashonie Wilson, lögmaður fjallar um #Metoo áskorun kvenna af erlendum uppruna
  • Donata Honkowicz Bukowska, kennsluráðgjafi, fulltrúi pólsks hópskvenréttindakvenna – „Dziewuchy Islandia”