Skip to main content

Team Spark afhjúpar kappakstursbíl ársins 2018

Team Spark afhjúpar kappakstursbíl ársins 2018 - á vefsíðu Háskóla Íslands
Hvenær 
28. júní 2018 17:00 til 18:30
Hvar 

Háskólatorg

Nánar 
Aðgangur ókeypis

Team Spark, kappaksturslið verkfræðinema við Háskóla Íslands, afhjúpar rafknúna kappakstursbílinn TS18 á Háskólatorgi fimmtudaginn 28. júní kl. 17. Liðið heldur utan með bílinn til Spánar í lok ágúst til þess að taka þátt í alþjóðlegri kappaskturs- og hönnunarkeppni stúdenta undir merkjum Formula Student í Barcelona.

Um 40 nemendur úr ýmsum deildum Verkfræði- og náttúruvísindasviðs hafa tekið átt í hönnun bílsins í allan vetur og m.a. fengið vinnuna metna sem hluta af námi sínu við Háskóla Íslands. Team Spark leggur sem fyrr áherslu á hönnun rafknúins og umhverfisvæns bíls. 

Lið frá Háskóla Íslands hafa tekið þátt í hönnunar- og kappakstursmótum háskólanema allt frá árinu 2011 og oftast farið til Bretlands þar sem Formula Student fer fram á hinni fornfrægu Silverstone-braut. Á síðustu árum hafa lið skólans einnig reynt fyrir sér í Formula Student keppnum bæði á Ítalíu og Austurríki og m.a. vakið athygli fyrir hugvitsamlega hönnun á vængjum bílsins. Liðsmenn í Team Spark hafa í ár sett stefnuna á Formula Student Spain sem fer fram í Circuit de Barcelona-Catalunya dagana 21.-24. ágúst. Þar mun liðið etja kappi við um 70 lið verkfræðinema frá háskólum víða að úr Evrópu.

Team Spark, kappaksturslið verkfræðinema við Háskóla Íslands, afhjúpar rafknúna kappakstursbílinn TS18 á Háskólatorgi fimmtudaginn 28. júní kl. 17.

Team Spark afhjúpar kappakstursbíl ársins 2018