Skip to main content

Stund klámsins. Klám á Íslandi á tímum kynlífsbyltingarinnar

Stund klámsins. Klám á Íslandi á tímum kynlífsbyltingarinnar - á vefsíðu Háskóla Íslands
Hvenær 
25. október 2018 12:00 til 13:00
Hvar 

Oddi

202

Nánar 
Aðgangur ókeypis

Fyrirlesari: Kristín Svava Tómasdóttir, sagnfræðingur

Fyrirlesturinn er á vegum MARK

Í október kemur út hjá Sögufélagi bókin Stund klámsins. Klám á Íslandi á tímum kynlífsbyltingarinnar eftir Kristínu Svövu Tómasdóttur. Hún fjallar um sögu kláms á Íslandi með sérstakri áherslu á sjöunda og áttunda áratug 20. aldar, tímabil sem einkenndist af síauknum sýnileika nektar og kynlífs í vestrænni menningu. Í kvikmyndum og sjónvarpi, bókum og blöðum, leikhúsi og ljósmyndum var kynlíf ekki aðeins gefið í skyn heldur var því lýst af sívaxandi nákvæmni. Víða um lönd velti fólk fyrir sér hvernig skyldi skilgreina klám við þessar aðstæður. Hvernig var ásættanlegt og jafnvel æskilegt að sýna kynlíf – og hvernig ekki? Stund klámsins fjallar um alla þá ólíku aðila sem tóku þátt í að móta skilgreiningu þessa gamla hugtaks á nýjum tímum. Rýnt er í hugmyndir um klám sem andstæðu upplýsandi fræðslu og listrænnar tjáningar, um kynfrelsi og bælingu, ritskoðun og tjáningarfrelsi, ónáttúru og afbrigðilegar hneigðir. Í fyrirlestrinum verður framkvæmd íslenskra laga um klám tekin sérstaklega fyrir og fjallað um það hvernig klám var skilgreint fyrir dómi á tímum kynlífsbyltingarinnar

Fyrirlesturinn fjallar um klám á Íslandi á sjöunda og áttunda áratug 20. aldar. Framkvæmd laga um klám verður tekin sérstaklega fyrir og skoðað hvernig klám var skilgreint fyrir dómi. Rýnt er í hugmyndir um klám sem andstæðu fræðslu og listrænnar tjáningar, um kynfrelsi og bælingu, ritskoðun og tjáningarfrelsi, ónáttúru og afbrigðilegar hneigðir.

Stund klámsins. Klám á Íslandi á tímum kynlífsbyltingarinnar