Skip to main content

Stúdentinn frá Prag. Ein af fyrstu hrollvekjum kvikmyndasögunnar

Stúdentinn frá Prag. Ein af fyrstu hrollvekjum kvikmyndasögunnar - á vefsíðu Háskóla Íslands
Hvenær 
19. september 2019 16:40 til 18:00
Hvar 

Lögberg

Stofa 101

Nánar 
Aðgangur ókeypis

Ein af fyrstu hrollvekjum kvikmyndasögunnar verður tekin til sýningar í Lögbergi 101 fimmtudaginn 19. september kl. 16:40. Þetta er fyrsta útgáfan af mörgum, en hún hefur oft verið endurgerð í einhverri mynd og er talin vera lauslega byggð á einni af smásögum Edgars Allans Poes. Paul Wegener og Stellan Rye leikstýrðu myndinni og snýst hún m.a. um hið kunna tvífaraminni. Wikipedia segir að þessi mynd sé almennt talin fyrsta kvikmyndalistaverkið og færði hún kvikmyndagerð upp á nýtt svið, bæði efnislega og tæknilega.

Gerald Bär, þýskur Erasmus-kennari frá Portúgal, kynnir myndina fyrir sýningu og umræður verða að henni lokinni.

Paul Wegener og Stellan Rye leikstýrðu myndinni og snýst hún m.a. um hið kunna tvífaraminni.

Stúdentinn frá Prag. Ein af fyrstu hrollvekjum kvikmyndasögunnar