Skip to main content

Störf: Íslenskur vinnumarkaður

Störf: Íslenskur vinnumarkaður - á vefsíðu Háskóla Íslands
Hvenær 
14. febrúar 2018 11:00 til 13:00
Hvar 

Háskólatorg

Litla torg

Nánar 
Aðgangur ókeypis

Hluti af dagskrá Framtíðardaga Háskóla Íslands:

Tengslatorg HÍ – virk tengsl við atvinnulífið

Jónína Kárdal, náms- og starfsráðgjafi og verkefnisstjóri Tengslatorgs HÍ

Tengslatorg HÍ (THí) er atvinnumiðlun fyrir stúdenta Háskóla Íslands. Jónína kynnir á hvern hátt Háskóli Íslands stuðlar að öflugri tengingu við atvinnulífið í gegnum THÍ, með það að leiðarljósi að auðvelda yfirfærslu úr námi og yfir í starf. 

Staðan á íslenskum vinnumarkaði

Karl Sigurðsson, sérfræðingur hjá Vinnumálastofnun

Í erindinu verður fjallað um stöðu á vinnumarkaði í víðu samhengi, þróun starfa og menntunar vinnuafls undanfarin ár, hverjar horfurnar eru á komandi árum og hvernig staða á vinnumarkaði tengist búferlaflutningum til og frá landinu. Sérstaklega verður horft til þróunar háskólamenntunar og starfa fyrir háskólamenntaða á vinnumarkaði og hvort samræmi sé á milli menntunar og vinnuafls og framboðs starfa.

Vinnumarkaðurinn 2.0

Davíð Þorláksson, forstöðumaður samkeppnishæfnisvið Samtaka atvinnulífsins

Davíð Þorláksson forstöðumaður samkeppnishæfnisviðs Samtaka atvinnulífsins (SA) mun segja frá SA og hvað þau hafa áhyggjur af á vinnumarkaðnum og tengist ungu fólki. Einnig hvernig er mikilvægt að vinnubrögð á vinnumarkaðnum breytist til samræmis við það sem gerist á Norðurlöndunum.

Að landa starfinu

Gyða Kristjánsdóttir, mannauðsráðgjafi hjá Hagvangi

Það sem ÞÚ getur gert til þess að landa starfinu. Komið inná mikilvæg áhersluatriði sem auka líkurnar á að eftir þér sé tekið fyrir viðkomandi starf, bæði atriði hvað varða umsóknina sjálfa, framkomu í viðtölum og önnur atriði sem nauðsynlegt er að hafa í huga sem geta skipt sköpum uppá þína möguleika.  

Sjá nánar á www.nshi.hi.is/framtidardagskra