Skip to main content

Frestað: Tökum stjórn á þróuninni

Frestað: Tökum stjórn á þróuninni - á vefsíðu Háskóla Íslands
Hvenær 
16. mars 2020 15:00 til 15:50
Hvar 

Stakkahlíð / Háteigsvegur

Bratti

Nánar 
Aðgangur ókeypis

Hvaða hlutverki gegnir menntakerfið í að brúa bil milli manns og náttúru og hversu mikilvæg er persónuleg reynsla einstaklingsins í þeirri viðleitni að bregðast við aðsteðjandi vanda? Hlýnum jarðar er óumdeilanleg en við getum tekið stjórn á þróuninni og skapað vistvænni framtíð.

Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfis- og auðlindaráðherra, og Helena W. Óladóttir, aðjúnkt við Deild faggreinakennslu, velta fyrir sér tengslum manns og náttúru og miðla af reynslu sinni í því að leiða börn og fullorðna í náttúru Íslands í þeirri viðleitni að stuðla að valdeflingu og viðnámsþrótti gagnvart loftslagsbreytingum.

Loftslagshamfarir — hlutverk menntakerfisins er ný fyrirlestraröð sem hefur það markmið að veita nemendum og kennurum Háskólans og starfsfólki víðsvegar í menntakerfinu innblástur, skapa umræður og vera uppspretta lærdóms.

Fyrirlestrarnir munu fjalla um umhverfismál og menntun í víðum skilningi, matarsóun og ábyrga neysluhætti, stjórnkerfið, náttúruvernd og vistvæna framtíð, samtal kynslóðanna og samfélagslega þátttöku, áhrif loftslagsbreytinga á samfélög og afleiðingar þeirra.

Dagskráin er sem hér segir:

Fyrirlestrarnir eru haldnir að jafnaði á mánudögum frá kl. 15.00-15.50 í Bratta í húsnæði Háskóla Íslands í Stakkahlíð.

30. mars

Hvað getum við gert? Breytum til hins betra!

Sævar Helgi Bragason, stjörnufræðingur og umsjónarmaður þáttanna Hvað höfum við gert? á RÚV, og Anna Sigríður Ólafsdóttir, prófessor við Deild heilsueflingar, íþrótta og tómstunda.

Menntavísindasvið Háskóla Íslands hrindir af stað nýrri fyrirlestraröð um loftslagshamfarir og hlutverk menntakerfisins. 

Tökum stjórn á þróuninni