Starfstækifæri hjá Alþjóðabankanum - Barist gegn fátækt í heiminum | Háskóli Íslands Skip to main content

Starfstækifæri hjá Alþjóðabankanum - Barist gegn fátækt í heiminum

Hvenær 
8. mars 2018 15:30 til 17:00
Hvar 

Háskólatorg

HT-105

Nánar 
Aðgangur ókeypis

Langar þig að taka þátt í að vinna gegn fátækt í heiminum og stuðla að þróun samfélaga víða um heim? Alþjóðabankinn starfar eftir þessum markmiðum og Roberto Amorosino, sérfræðingur hjá bankanum, kynnir starfsmöguleika fyrir ungt fólk í stofu 105 á Háskólatorgi fimmtudaginn 8. mars kl. 15.30. Að viðburðinum standa Háskóli Íslands, Háskólinn í Reykjavík og utanríkisráðuneytið og er hann opinn öllum áhugasömum.

Alþjóðabankinn og undirstofnanir hans bjóða bæði upp á starfsnám fyrir framhaldsnema í háskólum og störf til lengri tíma fyrir þá sem lokið hafa framhaldsnámi. Bankinn leitar m.a. að starfsfólki með góða þekkingu á þróunarmálum, reynslu af stefnumótun á alþjóðavettvangi, hefur góða enskukunnáttu en kunnátta í öðrum tungumálum, t.d. arabísku, kínversku, frönsku, portúgölsku, rússnesku og spænsku, er einnig kostur.

Hjá Alþjóðabankanum starfa yfir 10 þúsund manns frá meira en 170 löndum með háskólamenntun á ýmsum sviðum, t.d. hagfræði, stefnumótunar, menntunarfræði, orkumála, félagsvísinda, umhverfisvísinda, lögfræði og fjölmargra annarra fræðasviða. Höfuðstöðvar bankans eru í Washington D.C. í Bandaríkjunum en starfsfólk hans má finna í yfir hundrað löndum.

Fundurinn á Háskólatorgi er öllum opinn og mun Roberto Amorosino svara spurningum gesta að lokinni kynningu. Streymt verður frá fundinum fyrir þá sem ekki eiga heimangengt.

Alþjóðabankinn á sér yfir 70 ára sögu en hann var stofnaður eftir síðari heimsstyrjöld í þeim tilgangi að styðja við þróun og útrýma fátækt í heiminum.

Starfstækifæri hjá Alþjóðabankanum - Barist gegn fátækt í heiminum