Stærð skiptir máli: Ísraelskir kokkar matreiða þjóðernisímyndir | Háskóli Íslands Skip to main content

Stærð skiptir máli: Ísraelskir kokkar matreiða þjóðernisímyndir

Hvenær 
17. nóvember 2017 12:00 til 13:00
Hvar 

Oddi

205

Nánar 
Aðgangur ókeypis

Matargagnrýnendur og matgæðingar hafa velt fyrir sér eðli og einkennum ísrlaelskrar matargerðar í nokkurn tíma. Í þessum fyrirlestri, sem byggir á langtíma mannfræðirannsóknum í Ísrael, þar sem meðal annars voru tekin viðtöl við ísrelska kokka og mikilvæga aðila í ísraelskr matargerð, legg ég til að hið ísraelska eldhús sé ekki aðeins skilgreint út frá innihaldi, matreiðsluaðferðum og réttum heldur einnig út frá félagslegum eiginleikum sem tengjast skammtastærð. Krafan um stóra skammta á  við um ólíkar stéttir og etníska hópa og tíðkast almennt á  heimilum og veitingahúsum.  Fjallað er um kröfuna um stóra skammta í Ísrael í tengslum við skilgreiningu á seddu, sem er í raun menningarlegt fyrirbæri frekar en líffræðilegt, mótað af sögu Gyðinga, reynslu þeirra og menningarlegum þáttum. Ég mun enda umræðu mína því að ræða um hvað niðurstöður mínar sýna um skilgreininguna á því að vera Ísraeli.

Nir Avieli er dósent í mannfræði í félagsfræði- og mannfræðideild Ben Gurion Háskóla í Ísrael og forseti mannfræðifélags Ísrael.  Nir hefur unnið að rannsóknum í bænum Hoi An í Víetnam allt frá 1998. Árið 2012 kom út bókin: Rice Talks: Food and Community in a Vietnamese Town (Indiana University Press) og árið 2017: Food and Power in Israel, (University of California Press). Hann hefur einnig skrifað fjölda greina um matarmenningu byggt á rannsóknum sínum í Tælandi, Indlandi og Ísrael.

Fyrirlesturinn er á vegum námsbrautar í mannfræði og námsbrautar í Þjóðfræði og safnafræði og Uppeldis- og menntunarfræði í tengslum við öndvegisverkefnið Hreyfanleiki og þveþjóðlegt Ísland.

Nir Avieli er dósent í mannfræði í félagsfræði- og mannfræðideild Ben Gurion Háskóla í Ísrael og forseti mannfræðifélags Ísrael.  Nir hefur unnið að rannsóknum í bænum Hoi An í Víetnam allt frá 1998. Árið 2012 kom út bókin: Rice Talks: Food and Community in a Vietnamese Town (Indiana University Press) og árið 2017: Food and Power in Israel, (University of California Press). Hann hefur einnig skrifað fjölda greina um matarmenningu byggt á rannsóknum sínum í Tælandi, Indlandi og Ísrael.

Stærð skiptir máli: Ísraelskir kokkar matreiða þjóðernisímyndir

Netspjall