Skip to main content

Staða félagasamtaka í heimsfaraldri: Málþing Almannaheilla og Vaxandi

Staða félagasamtaka í heimsfaraldri: Málþing Almannaheilla og Vaxandi - á vefsíðu Háskóla Íslands
Hvenær 
29. október 2020 12:15 til 13:00
Hvar 

Streymi frá Háskóla Íslands

Nánar 
Aðgangur ókeypis

Í yfirstandandi faraldri hefur reynt verulega á hið skipulagða starf sem fram fer á vegum félagasamtaka og annarra sem falla undir þriðja geirann svonefnda. Fjölmörg þeirra hafa brugðist við auknum þörfum fyrir aðstoð. Félagasamtök treysta á stuðning almennings og framlög hins opinbera og einkaaðila. En hefur þessi stuðningur breyst á tímum faraldursins?

Á málþingi Almannaheilla, samtaka þriðja geirans og Vaxandi, Miðstöðvar um samfélagslega nýsköpun hjá Háskóla Íslands, 29. október nk. verður þetta viðfangsefni í brennidepli. Þar verða kynntar fyrstu niðurstöður rannsóknar á samfélagslegum stuðningi almennings á tímum COVID-19.

Rannsóknin er hluti af alþjóðlegu verkefni sem beinist að því að meta hvaða áhrif faraldurinn hefur á stöðu þriðja geirans. Á málþinginu verður einnig fjallað um þær áskoranir og tækifæri sem félagasamtök standa frammi fyrir. Ennfremur verður samstarfsverkefni Almannaheilla og Vaxandi um eflingu starfs félagasamtaka kynnt, m.a. sérstök vefsíða sem er ætlað að vera upplýsinga- og umræðuvettvangur fyrir íslensk félagasamtök. Slíkir vefir eru víðast til í nágrannalöndunum en hefur vantað á Íslandi.

Stjórnvöld hafa stutt við samstarfsverkefnið. Í þeim tilgangi að efla félagslegt frumkvöðlastarf og samfélagslega nýsköpun hafa ráðherra ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunar, formaður Almannaheilla og rektor Háskóla Íslands skrifað undir sameiginlega viljayfirlýsingu.

Dagskrá málþings er sem hér segir:

  1. Setning málþings, Ómar H. Kristmundsson, prófessor
  2. Kynning á nýjum vef, Jana Eir Víglundsdóttir, verkefnisstjóri Vaxandi, Miðstöðvar um samfélagslega nýsköpun
  3. Staða þriðja geirans á tímum COVID-19, Jónas Guðmundsson, formaður Almannaheilla
  4. Samfélagslegur stuðningur á tímum COVID-19, Steinunn Hrafnsdóttir, prófessor

Málþingi er streymt

Staða félagasamtaka í heimsfaraldri: Málþing Almannaheilla og Vaxandi

Staða félagasamtaka í heimsfaraldri: Málþing Almannaheilla og Vaxandi