Sköpunargleði í nýjum búningi | Háskóli Íslands Skip to main content

Sköpunargleði í nýjum búningi

Hvenær 
18. september 2018 16:15 til 17:15
Hvar 

Veröld - Hús Vigdísar

stofa 008

Nánar 
Aðgangur ókeypis

Í fyrirlestrinum verður skyggnst inn í þá sköpunargleði sem einkennir afþreyingarmenningu, hvernig unnið er með það efni sem er til staðar og nýjar útgáfur og víddir skapaðar.  Talað verður gegn þeirri hugmynd að fjöldafraleitt efni, líkt og þeir sjónvarps þættir og kvikmyndir er einkenna
daglegt líf í nútímanum, leiði til stöðnunar ólíkt hefðbundnari sagnaskemmtunum. Með tilliti til þessa þá verður staða afþreyingarmenningar hér á landi skoðuð, þróun hennar og styrkleikar. Meðal umfjöllunarefnis verða búningamenning (CosPlay), áhugamanna skrif (fan-fiction og slash) og
kvikspuni (LARP).

Facebook síða viðburðarins er HÉR

Gunnella Þorgeirsdóttir

Sköpunargleði í nýjum búningi