Skiptinám í Evrópu - Lokakynning | Háskóli Íslands Skip to main content

Skiptinám í Evrópu - Lokakynning

Hvenær 
14. febrúar 2018 12:15 til 13:00
Hvar 

Háskólatorg

101

Nánar 
Aðgangur ókeypis

Fulltrúi frá Skrifstofu alþjóðasamskipta kynnir möguleika á skiptinámi í Evrópu og fer yfir umsóknarferlið og atriði sem hafa þarf í huga þegar sótt er um skiptinám. Mælst er til þess að nemendur kynni sér vel upplýsingar á vef HÍ um skiptinám fyrir fundinn.

Fundurinn fer fram í stofu HT-101 á Háskólatorgi.

Háskóli Íslands er í samstarfi við yfir 500 háskóla víða um heim og árlega nýta sér fjölmargir að taka hluta af námi sínu erlendis og sækja sér þannig sérhæfingu í námi og dýrmæta reynslu. Skiptinámið er metið inn í námsferil við HÍ.

Kostir þess að fara í skiptinám:
» fjölbreyttara og sérhæfðara námsframboð
» einingar metnar
» einfaldara og ódýrara en nám á eigin vegum
» möguleikar á ferða- og dvalarstyrkjum
» niðurfelld skólagjöld við gestaskóla
» tækifæri til að kynnast tungumáli og menningu annarra landa
» alþjóðlegt tengslanet
» dýrmæt reynsla sem nýtist í frekara námi eða á vinnumarkaði

Frestur til að skila inn umsókn um skiptinám í Evrópu skólaárið 2018-2019 er 1. mars 2018.

Sjá nánari upplýsingar um umsóknarferlið og námsmöguleika á www.hi.is/skiptinam

Kynningin á skiptináminu er sú síðasta fyrir umsóknarfrestinn 1. mars.

Skiptinám í Evrópu - Lokakynning

Netspjall