Samfélagstúlkun, jafnrétti og menntun | Háskóli Íslands Skip to main content

Samfélagstúlkun, jafnrétti og menntun

Hvenær 
13. október 2017 12:00 til 13:00
Hvar 

Veröld - Hús Vigdísar

Stofa 108

Nánar 
Aðgangur ókeypis

Nú á hausti 2017 eru um 10% íbúa landsins af erlendu bergi brotinn. Talið er að á næsta áratug fari þetta hlutfall upp í 25% íbúafjöldans. Langstærstur hluti þessara nýju borgara eru innflytjendur sem koma hingað til að vinna og verða þannig skattgreiðendur til ríkis og sveitarfélaga. Þeir koma líka með börn eða eignast þau hér á landi og þurfa að nota þá þjónustu sem sjálfsögð þykir í okkar samfélagi, læknisþjónustu, menntakerfið, félagskerfið og svo mætti áfram telja. Á öllum þessum sviðum eru samskipti gríðarlega mikilvæg og oft ríður mikið á að allir aðilar samtalsins skilji hver annan.

Í þessu erindi fer Gauti Kristmannsson prófessor yfir hlutverk og tilgang samfélagstúlkunar í nútímasamfélagi og þær kröfur sem gerðar eru til samfélagstúlka og þá menntun sem þeir þurfa.

Veröld, stofu 108, föstudaginn 13. október kl. 12-13.

Jafnfréttisdagar Háskóla Íslands

Netspjall