Skip to main content

Samfélagslegar fjárfestingar: Viðeigandi ávöxtunarkrafa

Samfélagslegar fjárfestingar: Viðeigandi ávöxtunarkrafa - á vefsíðu Háskóla Íslands
Hvenær 
24. október 2019 15:00 til 16:00
Hvar 

HT-101

Nánar 
Aðgangur ókeypis

Fyrirlesari: Ragnar Árnason, prófessor emeritus

Hagsýni krefst þess að ekki sé fjárfest í verkefnum sem hafa minni arðsemi en önnur sem fyrir hendi eru. Svokölluð ávöxtunarkrafa (e. rate of discount) ræður miklu um mælda arðsemi fjárfestinga. Ekki er óalgengt að nota sérstaka samfélagslega ávöxtunarkröfu (e. social rate of discount) við mat á arðsemi opinberra fjárfestinga. Sé þessi samfélagslega ávöxtunarkrafa talin lág ýtir hún undir of miklar fjárfestingar hins opinbera og öfugt.

 

Einföld hagvaxtarlíkön, þar sem núvirði samfélagslegrar velsældar er hámarkað, fela í sér skýr skilaboð um viðeigandi ávöxtunarkröfu. Á grundvelli slíks líkans sýnt fram á að viðeigandi samfélagsleg

ávöxtunarkrafa:

- er ekki það sama og hrein tímarýrnun (e. pure rate of time discount) nema í fullkomnu stöðustærðarjafnvægi,

- ræðst af arðsemi í öðrum fjárfestingum og er því ekki unnt að velja eftir geðþótta,

- er breytileg yfir tíma.

 

Þessar niðurstöður hafa mikla þýðingu fyrir m.a. skynsamlega nýtingu náttúruauðlinda og eru dæmi um það rakin í erindinu.

Ragnar Árnason, prófessor emeritus

Samfélagslegar fjárfestingar: Viðeigandi ávöxtunarkrafa