Skip to main content

Samfélagsleg verkefni sem vekja athygli

Samfélagsleg verkefni sem vekja athygli - á vefsíðu Háskóla Íslands
Hvenær 
29. apríl 2021 12:00 til 13:00
Hvar 

Zoom

Nánar 
Aðgangur ókeypis

Á rafrænum hádegisfundi Almannaheilla - samtaka þriðja geirans og Vaxandi - miðstöðvar um samfélagslega nýsköpun við Háskóla Íslands

fáum við góða gesti frá almannaheillasamtökunum Ungum umhverfissinnum, Góðvild og Geðhjálp.Samtökin hafa undanfarið vakið athygli á mikilvægum samfélagslegum málefnum með nýskapandi aðferðum. 

Ungir umhverfissinnar hafa nýlokið herferð Loftslagsverkfallsins #AÐGERÐIR STRAX sem var til þess gerð að vekja athygli á þörfinni á róttækari loftslagsaðgerðum af hálfu íslenskra stjórnvalda.

Gjaldkeri Ungra umhverfissinna; Egill Ö. Hermannsson mun kynna herferðina. 

Góðvild hefur aukið sýnileika málefna langveikra og fatlaðra barna á Íslandi með þáttunum Spjallið með Góðvild sem sýndir hafa verið á Vísi.is í vetur.

Sigurður Hólmar Jóhannesson; framkvæmdastjóri Góðvildar mun segja okkur frá verkefninu.

Geðhjálp hefur verið áberandi undanfarnar vikur með verkefninu G vítamín þar sem landsmenn eru minntir á mikilvægi geðræktar og geðheilbrigðis.

Grímur Atlason; framkvæmdastjóri Geðhjálpar mun kynna verkefnið.

 

Hlekkur á streymi