Skip to main content

Samfélagsleg áhrif rannsókna 

Samfélagsleg áhrif rannsókna  - á vefsíðu Háskóla Íslands
Hvenær 
11. október 2022 13:00 til 16:00
Hvar 

Hátíðasalur

Nánar 
Aðgangur ókeypis

Ráðstefna um Samfélagsleg áhrif rannsókna verður haldin í Hátíðasal Háskóla Íslands 11. október næstkomandi kl. 13. Meginmarkmið ráðstefnunnar er að skapa umræðu um samfélagsleg áhrif rannsókna við Háskóla Íslands og gildi þeirra fyrir samfélagið.

Dagskráin er blanda af stuttum erindum og hópumræðum. Stefnt er að því að halda áfram að vinna með þær hugmyndir sem koma fram á ráðstefnunni og þá sérstaklega um samfélagslegt gildi rannsókna innan háskólans.

Opnuð hefur verið ráðstefnu- og fræðslusíða á slóðinni sar.hi.is en þar er hægt að skrá sig á ráðstefnuna og lesa um framúrskarandi rannsóknir fræðimanna við Háskóla Íslands og þau samfélagslegu áhrif sem þessar rannsóknir hafa. Einnig er hægt að lesa almennt um hvað samfélagsleg áhrif rannsókna eru, helstu hugtök og skilgreiningar og hvernig er hægt að auka samfélagsleg gildi rannsókna.

Á vefsíðunni er hægt að senda inn fræðapóstkort sem birtast svo á síðunni en starfsfólk er sérstaklega hvatt til að senda inn stuttan texta um rannsóknir sínar og þau samfélagslegu áhrif sem rannsóknirnar hafa.

Við höfum öll áhrif!

Ráðstefna um Samfélagsleg áhrif rannsókna verður haldin í Hátíðasal Háskóla Íslands 11. október næstkomandi kl. 13. Meginmarkmið ráðstefnunnar er að skapa umræðu um samfélagsleg áhrif rannsókna við Háskóla Íslands og gildi þeirra fyrir samfélagið.

Samfélagsleg áhrif rannsókna