Skip to main content

Salento kvikmyndahátíðin (SIFF) á Íslandi - The Ark of Disperata

Salento kvikmyndahátíðin (SIFF) á Íslandi - The Ark of Disperata - á vefsíðu Háskóla Íslands
Hvenær 
9. nóvember 2019 20:30 til 22:30
Hvar 
Nánar 
Aðgangur ókeypis

Ítölsk kvikmyndahátíð í samstarfi við SIFF – Alþjóðlegu kvikmyndahátíðina í Salento, Sendiráð Ítalíu í Osló og ítölskudeild Háskóla Íslands, verður haldin í Veröld – húsi Vigdísar dagana 8. -9. nóvember.

9. NÓVEMBER | VERÖLD – HÚS VIGDÍSAR | KL. 20:30
ÖRKIN Í DISPERATA eftir Edoardo Winspeare | 2017 | 110’

Bæjarstjórinn í smábænum Disperata á Suður-Ítalíu er orðinn leiður á starfi sínu og sækir sér lífsfyllingu með því að kenna föngum bókmenntir og ljóð. Í fangelsinu kynnist hann smákrimmunum Pati og Angiolino, sem dreymir um að verða mafíuforingjar. Í gegnum bókmenntatímana myndast óvenjuleg vinátta milli mannanna þriggja sem hefur áhrif á líf þeirra allra.

Leikstjóri myndarinnar Edoardo Winspeare, kynnir myndina og svarar spurningum eftir sýninguna.

 Myndin er sýnd með enskum texta í fyrirlestrarsal Veraldar – húss Vigdísar (VHV023). Aðgangur er ókeypis og öll velkomin.

Nánari upplýsingar um dagskrá hátíðarinnar hér

facebook

The Ark of Disperata

Salento kvikmyndahátíðin (SIFF) á Íslandi - The Ark of Disperata