Skip to main content

Salento kvikmyndahátíðin (SIFF) á Íslandi - Quiet Bliss

Salento kvikmyndahátíðin (SIFF) á Íslandi - Quiet Bliss - á vefsíðu Háskóla Íslands
Hvenær 
9. nóvember 2019 18:00 til 20:00
Hvar 
Nánar 
Aðgangur ókeypis

Ítölsk kvikmyndahátíð í samstarfi við SIFF – Alþjóðlegu kvikmyndahátíðina í Salento, Sendiráð Ítalíu í Osló og ítölskudeild Háskóla Íslands, verður haldin í Veröld – húsi Vigdísar dagana 8. -9. nóvember.

9. NÓVEMBER | VERÖLD – HÚS VIGDÍSAR | KL. 18:00
KYRRLÁT SÆLA eftir Edoardo Winspeare | 2014 | 127’

Þessi hugljúfa mynd fjallar um þrjár kynslóðir kvenna sem setjast að á sveitabýli fjölskyldunnar í Salento, eftir gjaldþrot textílfyrirtækisins sem þær ráku.  Þar þurfa þær að aðlagast fábrotnum lífsstíl, um leið og þær takast á við áföll fortíðarinnar, oft á kómískan hátt.

Leikstjóri og aðalleikkona myndarinnar Edoardo Winspeare og Celeste Casciaro, kynna myndina og svara spurningum eftir sýninguna.

Myndin er sýnd með enskum texta í fyrirlestrarsal Veraldar – húss Vigdísar (VHV023). Aðgangur er ókeypis og öll velkomin.

Nánari upplýsingar um dagskrá hátíðarinnar hér

facebook

Quiet Bliss

Salento kvikmyndahátíðin (SIFF) á Íslandi - Quiet Bliss