Skip to main content

Salento kvikmyndahátíðin (SIFF) á Íslandi - Il ministro

Salento kvikmyndahátíðin (SIFF) á Íslandi - Il ministro - á vefsíðu Háskóla Íslands
Hvenær 
8. nóvember 2019 19:00 til 21:00
Hvar 
Nánar 
Aðgangur ókeypis

Ítölsk kvikmyndahátíð í samstarfi við SIFF – Alþjóðlegu kvikmyndahátíðina í Salento, Sendiráð Ítalíu í Osló og ítölskudeild Háskóla Íslands, verður haldin í Veröld – húsi Vigdísar dagana 8. -9. nóvember.

8. NÓVEMBER | VERÖLD – HÚS VIGDÍSAR | KL. 19:00
RÁÐHERRANN eftir Giorgio Amato | 2016 | 99’

Viðskiptamaðurinn Franco Lucci reynir að bjarga fyrirtæki sínu frá gjaldþroti með því að tryggja sér verkefni fyrir hið opinbera.  Til að ná samningum um verkefnið, heldur hann kvöldverðarboð fyrir ráðherra, þar sem allt fer á versta veg.

Leikstjóri myndarinnar, Giorgio Amato,  kynnir myndina og svarar spurningum eftir sýninguna.

Myndin er sýnd með enskum texta í fyrirlestrarsal Veraldar – húss Vigdísar (VHV023). Aðgangur er ókeypis og öll velkomin.

Nánari upplýsingar um dagskrá hátíðarinnar hér

facebook

Il ministro

Salento kvikmyndahátíðin (SIFF) á Íslandi - Il ministro