Skip to main content

Saga listasafna á Íslandi-Hittum höfundinn á Zoom fundi

Saga listasafna á Íslandi-Hittum höfundinn á Zoom fundi - á vefsíðu Háskóla Íslands
Hvenær 
8. apríl 2020 12:00 til 13:30
Hvar 

Zoom fjarfundur

Nánar 
Aðgangur ókeypis

Umfjöllun um tilurð og útgáfuferli bókarinnar Saga listasafna á Íslandi fer fram á Zoom.

https://eu01web.zoom.us/j/9550737251

Sigurjón B. Hafsteinsson prófessor í safnafræðum við Háskóla Íslands fjallar um tilurð nýútkominnar bókar sem hann ritstýrði og gefin er út af Rannsóknarsetri í safnafræðum við Háskóla Íslands; Saga listasafna á Íslandi.

Listasöfn víða um land leika lykilhlutverk í menningarlífi þjóðarinnar. Frá því að fyrsta listasafnið var stofnað árið 1884 hafa fjölmörg listasöfn verið stofnsett víða um land.Starfsemi þeirra hefur tekið margvíslegum breytingum og tekur mið af breyttum aðstæðum í íslensku samfélagi. Í bókinni  sem er um 568 blaðsíður er gerð grein fyrir sögulegri þróun þessara stofnana, frá upphafi þeirra til dagsins í dag. Þar er að finna ritgerðir um 25 listasöfn í landinu, eftir 26 höfunda og hana prýða um eitt hundrað myndir.

Fjallað er um eftirfarandi söfn í bókinni: Listasafn Íslands, Safn Einars Jónssonar, Listasafn Vestmannaeyja, Listasafn Alþýðusambands Íslands, Listasafn Ísafjarðar, Listasafn Árnesinga, Gerðarsafn - Listasafn Kópavogs, Listasafn Borgarness, Listasafn Reykjavíkur, Nýlistasafnið, Myndlistarsafn Þingeyinga, Ljósmyndasafn Reykjavíkur, Listasafn Háskóla Íslands, Listasafn Fjallabyggðar, Listasafn Sigurjóns Ólafssonar, Hafnarborg, Listasafnið á Akureyri, Listasafnið í Reykjanesbæ, Safnasafnið, Listasafn Svavars Guðnasonar, Sveinssafn, Hönnunarsafn Íslands, Myndlistarsafn Tryggva Ólafafssonar, Safn: Einkasafn Péturs Arasonar og Rögnu Róbertsdóttur, og Vatnasafnið.

Umsagnir um bókina:

„Saga listasafna á Íslandi er umfangsmikið verk sem orðið var tímabært í ljósi þeirrar líflegu flóru listasafna sem finna má á landinu gervöllu. Umfjallanir um einstök söfn eru ítarlegar og fróðlegar, en í þeim eru sögu, stjórnunarháttum og listrænni stefnu gerð greinagóð skil. Hér er komið rit sem fyllir skarð í sögu lista, söfnunar og menningarmiðlunar hér á landi, allt frá stofnun Listasafns Íslands árið 1884 til dagsins í dag.“ Dr. Ásdís Ólafsdóttir, listfræðingur og forstöðumaður Maison Louis Carré safnsins

„Saga listasafna á Íslandi er mikilvæg heimild um íslensk söfn og menningarsögu. Greinar eru vandaðar og skrifaðar á aðgengilegu máli.

Gildi bókarinnar Saga listasafna á Íslandi er margþætt bæði fyrir fræðimenn og almenning en líka stjórnendur safna og starfsmenn þeirra.

Hún gefur innsýn inn í hvernig söfnin urðu til og þann drifkraft sem gerði þau að veruleika – hvernig þau urðu til út frá stórum einkasöfnum, arfleið einstakra listamanna og jafnvel út frá huglægum efnivið eins og Vatnasafnið. Saga listasafna á Íslandi er heimild sem kemur öllum við.“ Dr. Halldóra Arnardóttir, listfræðingur og sýningarstjóri

Ætla mætti að hinn mikli fjöldi listasafna á Íslandi sé í réttu hlutfalli við listþörfina í samfélaginu. Starfsemi þeirra vekur óneitanlega upp áleitnar spruningar um skilgreiningar á listhugtakinu, hlutverk listaverka, ætlað starfsvið listamanna og tilgang safnastarfs.

Þrátt fyrir vaxandi umfang safna er ekki auðvelt að gera sér grein fyrir hvort þau hafa almennt þróast fram á við eða staðið í stað innan tillölulega lokaðs kerfis. Saga listasafna á Íslandi dregur upp trúverðuga mynd af listasöfnum á Íslandi og mun vafalaust reynast góður grunnur við að skoða starfsemi þeirra frekar með gagnrýnum augum.“ Hannes Lárusson, myndlistarmaður og gagnrýnandi

Sigurjón B. Hafsteinsson, prófessor í safnafræði við Háskóla Íslands.

Saga listasafna á Íslandi-Hittum höfundinn á Zoom fundi