Skip to main content

Sæmundarstund 2018

Sæmundarstund 2018 - á vefsíðu Háskóla Íslands
Hvenær 
20. mars 2018 13:00 til 13:30
Hvar 

Við styttuna og á Háskólatorgi

Nánar 
Aðgangur ókeypis

Hin árlega Sæmundarstund fer fram þriðjudaginn 20. mars kl. 13.00 til 13.30 bæði við styttuna af Sæmundi fróða (fyrir framan Aðalbyggingu Háskólans) og á Háskólatorgi .

Sæmundarstund var fyrst haldin á aldarafmæli Háskóla Íslands árið 2011 að frumkvæði Oddafélagsins, sem er félag áhugamanna um endurreisn fræðaseturs að Odda á Rangárvöllum þar sem Sæmundur fróði bjó. Stundin hefur verið haldin árlega síðan, jafnan á degi sem næst vorjafndægrum.

Þar er lærdómsmannsins og þjóðsagnapersónunnar Sæmundar fróða Sigfússonar minnst en hann var uppi á 11. og 12. öld. Sæmundur fór utan til náms og nam m.a. við skóla í Evrópu áður en hann sneri aftur til Íslands og gerðist prestur að Odda á Rangárvöllum.

Líkt og fyrri ár fer Sæmundarstund fram við styttuna af Sæmundi á selnum sem stendur í Skeifunni fyrir framan Aðalbyggingu Háskóla Íslands. Styttuna gerði Ásmundur Sveinsson og vísar hún til frægrar þjóðsögu af viðureign Sæmundar við kölska sem samkvæmt þjóðsögunni flutti Sæmund heim til Íslands í selslíki. Að lokinni dagskrá verður haldið á Háskólatorg þar sem boðið verður upp á kakó og kleinur.

Sæmundarstund var fyrst haldin á aldarafmæli Háskóla Íslands árið 2011 að frumkvæði Oddafélagsins, sem er félag áhugamanna um endurreisn fræðaseturs að Odda á Rangárvöllum þar sem Sæmundur fróði bjó.

Sæmundarstund 2018

Dagskrá

13:00 - 13:05
Komið saman á Háskólatorgi. Haldið að styttu Sæmundar í Skeifunni.
13:05 - 13:10
Leikskólabörn frá Mánagarði syngja nokkur lög
13.10 - 13:15
Pétur Geir Steinsson, stúdentaráðsliði býður gesti velkomna og segir stuttlega frá Sæmundi fróða.
13:15 - 13:20
Ávarp Jóns Atla Benediktssonar, rektors Háskóla Íslands.
13:20 - 13:25
Ávarp Þórs Jakobssonar, fulltrúa Oddafélagsins.
13.25 - 13:30
Leikskólabörn frá Mánagarði syngja nokkur lög.
13:30 - 13:35
Haldið að Háskólatorgi þar sem boðið verður upp á kakó og kleinur.